Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 65
67
að vísu vegna staðhátta hlutu að vera nokkuð mismunandi
bæði að stærð og meðlimafjölda, og þótt ekki væri annað
eftir af hinu gamla Ræktunarfélagi Norðurlands en Gróðr-
arstöðin á Akureyri, vildi hvorki Búnaðarþing eða Búnað-
arfélag íslands viðurkenna öll þessi Búnaðarsambönd, sem
sjálfstæða aðila með rétti til sérstyrks eða sérrétti til kosn-
inga á búnaðarþingsfulltrúa. Þannig var Búnaðarsambönd-
unum í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslum veittur sameig-
inlegur rekstrarstyrkur og ákvæði sett um, að þessi sambönd
skyld í sameining kjósa fultrúa á Búnaðarþing.
Þessi afstaða Búnaðarfélags íslands til hinna minni og
fámennari Búnaðarsambanda lýsir furðulegu skilningsleysi
og jafnvel óvild í þeirra garð, því það er engu líkara, en að
stjórn Búnaðarfélag íslands og Búnaðarþing hafi viljað
launa umbótaviðleitni þeirra og sjálfstæðiskennd, með því
að neita að viðurkenna þau sem fullkomlega sjálfstæða aðila
gagnvart Búnaðarþingi, því það þurfti ekki að kosta meiri
fjárframlög af hálfu þess opinbera, þótt hverju sambandi
væri veitt ákveðin upphæð á Búnaðarþingi til reksturskostn-
aðar og ekki fjölgaði það fulltrúum á Búnaðarþingi, þótt
tvö Búnaðarsambönd, sem höfðu rétt til að kjósa tvo full-
trúa, kysu þá hvert fyrir sig, en þó þeir væru kosnir sam-
eiginlega, enda varð val fulltrúanna ávallt það sama hverri
aðferðinni sem beitt var, en einmenningskjörið bæði lient-
ugra og margfalt ódýrara. Það tók B. S. N. Þ. 15 ára þrot-
lausa baráttu að fá viðurkenningu á rétti til beinna fjár-
framlaga frá Búnaðarþingi til reksturskostnaðar og nýmæla
í búnaði. Má tilfæra mörg dæmi þess, að skilningsleysi Bún-
aðarþings og tregða Búnaðarfélags íslands með að rétta
B. S. N. Þ. örfandi hönd og fjárhagslegan stuðning, kyrkti
í fæðingu ýmsar góðar framfarahugmyndir Sambandsins. Og
enginn veit eða getur um það spáð, hversu mörg ár það
kann að taka enn, að fá fullan og óskoraðan rétt fyrir B. S.
N. Þ. til sérkosningar á Búnaðarþingsfulltrúa, því eins og
stendur er þar aðeins um heimild að ræða, sem stendur
5*