Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 68
70 V. kafli. — FuncLahöld B. S. N. Þ. Aðalfundi hefur Sambandið haldið árlega og aukafundi, þegar stjórnarnefndinni hefur þótt nauðsyn á að bera mikils- varðandi mál undir fulltrúafund milli aðalfunda. Einnig hefur stjórnarnefnd nokkrum sinnum þurft að boða full- trúafundi til að kjósa fulltrúa á fundi Stéttarsambands bænda. Stjórnarnefndarfundir hafa og verið haldnir að minnsta kosti einn á ári, en þó oftast tveir eða fleiri. Á þá fundi var ráðunautur Sambandsins ávallt boðaður. Á aðalfundum B. S. N. Þ. eiga sæti fulltrúar kosnir af hreppabúnaðarfélögum innan Norður-Þingeyjarsýslu, einn fyrir hverja 24 félagsmenn og tveir fyrir þau búnaðarfélög, sem hafa 25 eða fleiri meðlimi, svo og stjórnarnefndarmenn og fastir starfsmenn Sambandsins. Hafa fulltrúar einir at- kvæðisrétt, en allir aðrir þeir, er fundina sækja, málfrelsi og tillögurétt. Á fundum ræður afl atkvæða, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum Sambandsins um einstök mál. Formaður Sambandsins ræður fundarstað, hafi aðalfundur ekki ákveð- ið hvar hann skyldi haldinn. En stjórnarnefnd undirbýr málefni fundarins. Til þess að auðvelda fulltrúum fundarsókn, hafa fund- irnir verið haldnir á ýmsum stöðum í héraðinu og í öllum hreppum á Sambandssvæðinu að Ejallahreppi einum und- anskildum. í Presthólahreppi .............. 9 sinnurn - Öxarfjarðarhreppi ............ 8 sinnum - Svalbarðshreppi .............. 4 sinnum - Sauðaneshreppi ............... 2 sinnum - Kelduneshreppi ............... 1 sinni - Raufarhafnarhreppi ........... i sinni Formaður Sambandsins setur fundina, skipar fundarstjóra og leggur fyrir fundina þau málefni, er stjórnarnefnd hefur

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.