Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 70

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 70
72 fulltrúum B. S. N. Þ. boðið í skemmtife,rðalag inn í Að- aldal. Vorið 1936 var í annað sinn sameiginleg kosning á bún- aðarþingsfulltrúa fyrir Búnaðarsambönd Þingeyjarsýslna. Var sá fundur haldinn að Lindarbrekku 27. júní. Mættu á þeim fundi allir fulltrúar B. S. N. Þ. og meiri hluti fulltrúa Suður-Þingeyinga. Á þeim fundi var Sigurður Jónsson, bóndi og skáld að Arnarvatni, kosinn Búnaðarþingsfulltrúi, en varamaður Helgi Kristjánsson, Leirhöfn. Að fundi lokn- um var fulltrúum Búnaðarsambands S.-Þing. boðið í bíl- ferð til að skoða Ásbyrgi, því margir þeirra höfðu ekki séð þann fagra stað áður. Var fagurt veður um kvöldið, Ásbyrg- ið í sínum fegursta skrúða, og var ferðin hin ánægj ulegasta. Á auka-Búnaðarþingi 1938 var ákvæðum um tölu Bún- aðarþingsfulltrúa breytt á þá leið, að fulltrúum, er setu áttu á Búnaðarþingi, var fjölgað þannig, að Búnaðarsam- böndin í Þingeyjarsýslum, sem áður áttu þar einn fulltrúa, fengu nú tvo, en kosning skyldi eftir sem áður vera sam- eiginleg í þessum Búnaðarsamböndum og skyldi kosning eftir hinum nýju fyrirmælum fara fram sumarið 1938. Var samkvæmt þv-í haldinn sameiginlegur kjörfundur fyrir bæði Samböndin í Húsavík, laugardaginn 16. júní 1938. Voru á þeim fundi mættir allir fulltrúar beggja sambandanna, ásamt stjórnarnefndum. Á þeirn fundi voru kjörnir þeir Sigurður Jónsson, Arnarvatni, og Helgi Kristjánsson, Leir- höfn, en varamenn þeir Jón H. Þorbergsson, Laxamýri, og Sæmundur Friðriksson, Efri-Hólum. Var þetta síðasti sant- eiginlegi kjörfundurinn, sem haldinn var í þessum Búnað- arsamböndum, því 1942 gátu þeir Sigurður Jónsson og Helgi Kristjánsson, fengið þau ákvæði sett inn í lögin, að kjósa mætti sinn fulltrúann í hvoru Sambandinu fyrir sig, ef fyrir lægi samþykkt allra búnaðarfélaga á Sambandssvæð- inu fyrir sérkosningu. Daginn eftir Húsavíkurfundinn, sem var sunnudagurinn 17. júní, héldu Framsóknarfélögin í Suður-Þingeyjarsýslu

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.