Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 71

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 71
7:: héraðssamkomu að Laugaskóla, og bauð Búnaðarsamband S.iÞing. fulltrúum B. S. N. Þ. á samkomuna. Var samkoma þessi geysi fjölmenn og mörg skemmtiatriði, svo sem ræðu- höld, söngur, íþróttir o. fl. Fór samkoma þessi mjög vel fram og var hin ánægjulegasta. VI. kafli. — Starfsemi B. S. N. Þ. Samkv. lögum B. S. N. Þ. er aðaltilgangur þess að efla framfarir í sem flestum greinum landbúnaðarins á Sam- bandssvæðinu, einkum í öllu, er að jarðrækt lýtur. En þótt Sambandið hafi trúlega fylgt þessari stefnuskrá frá upphafi til þessa dags, hefur það þó ávallt viljað greiða götu allra þeirra mála, er til umbóta horfðu í héraðinu á þesu tíma- bili og rétta liverju framfaramáli örvandi hönd. En vegna fjárskorts, einkum á fyrstu árum þess, meðan það hafði sára litlar tekjur frá því opinbera, en varð því nær einvörð- ungu að styðjast við fjárframlög innanhéraðs stofnana til allra framkvæmda, varð fjárhagslegur stuðningur til manna og málefna oftast minni en æskilegt var. Enda kemur það víða fram í fundargerðum aðalfundanna, að vegna fjár- skorts væri ekki hægt að veita hinu eða þessu máli þann fjárhagsstuðning, sem æskilegt væri og þörf krefði. Þó reyndi Sambandið af fremsta megni að veita alls konar nýj- ungum, er til framfara horfðu í héraðinu, einhverja fjár- hagsaðstoð. Má í því sambandi nefna, að það veitti nokkurt fé til saumanámskeiða, vefnaðarnámskeiða og matreiðslu- námskeiða, er kvenfélög í héraðinu gengust fyrir. Það kom á fót skóviðgerðanámskeiði, sem það og studdi fjárhagslega. Það keypti áhöld til að rannsaka fitumagn mjólkur, en að þeirri rannsókn var lítið unnið, mest vegna fjárskorts. Þá hefur Sambandið og veitt styrki til fiskiræktar, hæsnarækt- ar, svínaræktar og til kynbóta, bæði nautgripa og sauðfjár, en vegna fjárskorts hafa þessir styrkir í flestum tilfellum verið svo litlir, að þeir hafa frekar verið til að örfa fram-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.