Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 76

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 76
Aðalfundur Ræktunarfél. Norðurlands 1959 Ár 1959, föstudaginn 28. ágúst, var aðalfundur Ræktunarfélags Norð- urlands haldinn í fundarsal K.E.A., Akureyri. Fundurinn hófst kl. 10 árdegis. Formaður félagsins, Steindór Steindórsson, setti fundinn og stýrði honum. Ritarar fundarins voru kjörnir þeir Guðmundur Jósafatsson og Baldur Baldvinsson. Áður en gengið var til dagskrár minntist fundarstjóri eins manns, er látizt hafði á næst liðnu ári, Jóns Guðmanns, sem komið hafði mjög við sögu Ræktunarfél. Norðurlands undanfarin ár. Fundarmenn vottuðu hinum látna virðingu sína og þökk með því að rísa úr sætum. Var þá gengið til dagskrár þannig: 1. Athuguð kjörbréf fulltrúa. Þessir menn voru mættir á fundinum: Stjórn félagsins: Steindór Steindórsson, form., Olafur Jónsson, gjaldkeri, og Jónas Kristjánsson, meðstjórnandi, Hólmgeir Þorsteinsson, endurskoðandi. Frá Búnaðarsambandi Norður-Þingeyinga: Helgi Kristjánsson, Leir- höfn, Guðni Ingimundarson, Hvoli. Frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga: Baldur Baldvinsson, Ofeigsstöðum, Tryggvi Sigtryggsson, Laugabóli. Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar: Gunnar Kristjánsson, Dagverð- areyri, sem varamaður Eggerts Davíðssonar. Frá Ævifélagadeild Akureyrar: Brynjólfur Sveinsson, Jón Rögnvaldsson, Þorsteinn Davíðsson, Karl Arngrímsson, Ármann Dalmannsson. Frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar: Jón Sigurðsson, Reynistað, Kristján Karlsson, Hólum, Gunnlaugur Björnsson, Brimnesi. Frá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga: Hafsteinn Pétursson, Gunnsteinsstöðum, Guðmundur Jósafatsson, Austur-Hlíð. Frá Búnaðarsambandi Vestur-Húnvetninga: Sigurður Líndal, Lækja- móti. Enn fremur var mættur sem gestur á fundinum Gísli Kristjánsson, ritstjóri, Reykjavík.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.