Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Qupperneq 77
70
2. Gjaldkeri, Ólafur Jónsson, las ársreikninga Ræktunarfélagsins fyr-
ir árið 1958. Skýrði hann reikningana all-ítarlega. í sambandi við reikn-
ingana kom fram og var samþykkt eftirfarandi tillaga, flutt af Jóni
Sigurðssyni, Reynistað:
„Eftirleiðis verði eignir félagsins færðar samkvæmt viðurkenndu
matsverði á hverjum tíma.“ — Síðan voru reikningarnir samþ. í e. hlj.
3. Gjaldkeri lagði næst fram fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 1960
og skýrði hana í aðaldráttum. Benti hann á í ræðulok, að venja væri,
að kjörinni nefnd væri falið að athuga áætlunina.
Var þá gengið til kosninga og þessir kjörnir í nefndina:
Helgi Kristjánsson, Kristján Karlsson, Brynjólfur Sveinsson, Jón
Sigurðsson og Tryggvi Sigtryggsson með hlutkesti milli hans og Haf-
steins Péturssonar.
Var þá liðið að hádegi og tók Fjárhagsnefnd til starfa og um leið
tekið fundarhlé.
4. Að afloknu fundarhléi og eftir að fundarmenn höfðu neytt há-
degisverðar, var fundi fram haldið, og tók þá til máls Gísli Kristjáns-
son, ritstjóri, og flutti erindi um upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.
Ræðumanninum var vel tekið, og þakkaði fundarstjóri ræðu hans, og
fundarmenn allir með lófataki.
5. Fjárhagsnefnd hafði lokið störfum og gerði grein fyrir störfum
hennar Helgi Kristjánsson. Hafði nefndin gert nokkrar breytingar við
framlagða fjárhagsáætlun félagsins. Allmiklar umræður urðu um fjár-
hagsáætlunina og þær breytingar, sem nefndin hafði við hana gert. Að
lokum samþykkti fundurinn með samhljóða atkvæðum eftirfarandi:
FJÁRHAGSÁÆTLUN FYRIR ÁRIÐ 1960
Tekjur:
1. Leiga af tilraunastöð og innstæðu þar.......... kr. 26.000.00
2. Vextir af sjóðum og innstæðu í bönkum............ — 5.000.00
3. Styrkur frá Búnaðarfélagi íslands................ — 6.000.00
4. Styrkir frá búnaðarsamböndunum .................. — 2.500.00
5. Tekjur af ársritinu ............................. — 20.000.00
Samtals kr. 59.500.00
Gjöld:
1. Kostnaður við Ársritið kr. 36.000.00
2. Lagt í sjóði - 3.000.00
3. Aðalfundur og stjórn — 7.000.00
4. Til kynningar og fræðslustarfa — 12.000.00
5. Ýmislegt - 1.500.00
Samtals kr. 59.500.00