Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 3
LANDSBÓKASAFNIÐ 1946-1947
RitauH
Bókagjafir
Árin 1946—47 varð ritauki Landsbókasafnsins ura 6600 bindi prent-
aðra bóka og ritlinga. þar af gefins auk skyldueintaka rúmlega 1600
bindi. Ritauki þessi er nokkru minni en efni stóðu til, og veldut þar mestu mikil tak-
mörkun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa á síðasta ári. Þar við bætist, að talsverðir
örðugleikar eru á því að fá keyptar bækur, sem safnið telur sér feng í að eignast. Upp-
lög nýrra bóka eru víða takmörkuð vegna skorts á pappír og hverfa því af markað-
inum fyrr en varir. Framboð á eldri ritum er einnig miklu minna en var fyrir styrjöldina.
Eins og að undanförnu hafa safninu borizt gjafir frá innlendum og
erlendum mönnum og stofnunum. íslenzkir gefendur á árunum 1946
—47 voru þessir: Alexander Jóhannesson, prófessor, Rvík; Ásmundur Guðmundsson,
prófessor, Rvík; Richard Beck, prófessor, Grand Forks, N.-Dakota; Bjarni Böðvars-
son, hljómlistarmaður, Rvík; Björn Franzson, rithöfundur, Rvík; Björn Magnússon,
dósent, Rvík; Björn Sigurðsson, læknir, R\ík; Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar,
Rvík; Bókaútgáfan Norðri, Rvík; Bókfellsútgáfan, Rvík; Búnaðarfélag íslands, Rvík;
Búreikningaskrifstofa ríkisins, Rvík; Egill Bjarnason, bóksali, Rvík; Einar Ól. Sveins-
son, prófessor, Rvík; Erlendur Einarsson, Rvík; Fræðslumálaskrifstofan, Rvík; Geir
Jónasson, bókavörður, Rvík; Guðbrandur Jónsson, prófessor, Rvík; Guðjón Runólfs-
son, bókbindari, Rvík; Hafliði Helgason, prentsmiðjustjóri, Rvík; dánarbú Hallgríms
Hallgrímssonar, bókavarðar, Rvík; Haraldur Sigurðsson, bókavörður, Rvík; Háskóla-
bókasafnið, Rvík; Ingvar Brynjólfsson, kennari, Rvík; Jakob Benediktsson, cand. mag.,
Rvík; Jens Bjarnason, bókari, Rvík; Jóhannes Áskelsson, kennari, Rvík; Jón Arnórs-
son, Rvík; Karl Einarsson, rithöfundur, Khöfn; Karl Þorsteins, konsúll, Rvík;
Kirkjuráð íslands, Rvík; Lithoprent, Rvík; Nýbyggingarráð, Rvík; Páll Sigurðsson,
Rvík; Raforkumálaskrifstofan, Rvík; Ríkisútvarpið, Rvík; Sigurður Nordal, prófessor,
Rvík; Sigurður Þórðarson, tónskáld, Rvík; Símon Ágúst Jóhannesson, prófessor, Rvík;
Snorri Benediktsson, Akureyri; Snæbjörn Jónsson, skjalaþýðari, Rvík; Stefán Einars-
son, prófessor, Baltimore; Steingrímur Arason, kennari. Rvík; Steingrímur Matthías-
son, læknir, Nexö; Stjórnarráð Islands, Rvík; Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,