Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 73
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIR SIÐABYLTINGUNA
73
reyndar örlítils, bókasafns, sem af hagkvæmis- og kostnaðarástæðum hefur verið
komið saman á einni bók. Nú vita menn fyrir sporð og höfuð fæstra þessara handrita,
en þó er líklegt, að surnir þeirra manna að minnsta kosti, sem slík handrit létu gera,
hafi látið gera fleiri. T. d. er það sæmilega líklegt, að Jón Hákonarson, sá er gera lét
Flatevjarbók, hafi einnig látið gera og átt handrit það hið mikla, sem kallað er Vatns-
hyrna og nú er ekki til nema, að vísu nokkuð stórt, brot af. Er því alls ekki loku fyrir
það skotið, að þessi maður kunni að hafa átt önnur slík handrit, þó ekkert sé um
það vitað nú, og að eins hafi getað verið um fleiri. En jafnvel þó svo hafi verið,
myndi það nú á dögum varla vera kallað bókasafn, og mundi eftir þeim háttum, sem
þá voru, naumast hafa þurft minna en 5—10 stór handrit í eigu eins eiganda til þess,
að það nafn yrði um haft. Það sem nú er til af fornum íslenzkum handritum leysir því
ekki úr spurningunni um íslenzk einkabókasöfn fyrir siðabyltinguna, enda þótt þau gefi
óljóst hugboð um, að til kunna að hafa verið einstöku menn þá, sem hafa átt svo mik-
ið bóka, að tiltækilegt væri að kalla það safn. Hér verður að geta þess, að þó að helgi-
siðabækur séu hafðar með í bókatölu þeirra safna, sem taka að verulegu leyti til
annarra bókategunda, þá sannar rifleg eign helgisiðabóka einna ekkert um það að
um eiginlega bókasöfnun sé að ræða, því bæði var prestum og kirkjum nauðsynlegt og
prestum beinlínis skylt að eiga þær,09 enda koma slíkar bækur örsjaldan fyrir í eigu
leikmanna.
Nú voru bækur, svo sem bent hefur verið á, metfé í þá daga, það er að segja
dýrmætir gripir. Skyldi því mega ætla, að einkabókasöfn skiluðu sér í erfðaskrám
og sálugjafabréfum þeirra tíða manna, eins og önnur auðæfi þeirra. Til að kom-
ast ívrir endann á þessu hefur verið athuguð 31 erfðaskrá (þar í taldir máldagar,
er greina efni úr erfðaskrám) og 2 skiptabréf frá árunum 1318—1563, en svo langt
fram yfir siðabvltinguna hefur verið farið vegna þess, að menn, sem voru rosknir, er
hún skall yfir, hafa getað lifað svo Iengi og lengur. Um skiptabréfin 2 er það að segja,
að þar getur engra bóka, er hér koma til greina; þó er annað bréfið skiptabréf í dán-
arbúi auðugs manns, Daða Guðmundssonar í Snóksdal, og virðist hann engar bækur
hafa átt, en hins vegar getur þar þeirra tíðabóka, er Snóksdalskirkja átti.70 í 22 af
erfðaskránum og sálugjafabréfunum er engum bókum ráðstafað, og eru mörg bréfin
þó gerð af forríkum mönnum, t. d. Birni Jórsalafara,71 Þorsteini lögmanni Eyjólfs-
syni,72 Margréti Bjarnadóttur, ekkju Hrafns lögmanns Guðmundssonar,7-" Guðna
Oddssyni í Ogri,74 Þorvarði Loftssyni á Möðruvöllum,75 Torfa riddara Arasyni, ‘ 0
Einari Ormssyni, Loftssonar ríka,77 Solveigu Björnsdóttur ríku78 o. fl. Virðist þetta
nokkurnvegin taka af skarið um það, að einkabókasöfn hér hafi ekki verið algeng,
jafnvel ekki hjá auðugum mönnum, og bókaeign þeirra hafi annaðhvort verið örlítil
eða engin. Þær erfðaskrár og sálugjafabréf, sem eru jákvæð um bókaeign, staðfesta
þetta enn betur. Árið 1318 lukti Þorsteinn lögmaður Eyjólfsson Grýtubakkakirkju í
testamentum föður síns bók de sanctis og matutinale frá Jóns messu baptistæ og út
yfir Andrés messu.79 Árið 1397 gaf Þorbergur prestur á Staðarhrauni kirkjunni þar 1
hundrað í bókum í testamentum sonar síns;80 hér verður ekki séð, hvort bækurnar