Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 154

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 154
154 SIGURÐUR NORDAL og bókmenntum á að skipa. Þorleifur Guðmundsson Repp hafði fengið leyfi til að flytja þar fyrirlestra um þau efni 1837 (sama haustið sem Grímur kom til Hafnar), en ekki er mér kunnugt um, hvað orðið hefur úr þeirri kennslu, því að Þorleifi var synjað um, að lektorsembætti í ensku væri stofnað handa honum. Það var ekki fyrr en 1851, að George Stephens (síðar prófessor) fékk þar slíka stöðu. En ekki er ólík- legt, að þekkingu ýmissa Hafnar-Islendinga á enskri tungu fyrir og um miðja öldina, þar á meðal Grims, megi rekja beint og óbeint til Þorleifs. Abrahams játar hispurslaust, að sig skorti til þess þekkingu bæði á enskum bók- menntum og fagurfræðilegri heimspeki, að hann sé fullfær að dæma bók Gríms. Ef til vill hefur hann samt ekki öfundað meistaraefnið mjög af þeim áhrifum frá heim- speki Hegels, sem gerðu bókina lítt læsilega fyrir aðra en þá, sem voru þeim laun- helgum áður kunnugir. En athugasemdir þær, sem Abrahams hefur ritað sér til minnis um einstök atriði bókarinnar og fjallað nánar um munnlega, bera því vitni, að hann hafi þarna ekki verið sterkur á svellinu. Þær beinast yfirleitt að aukaatriðum, engin þeirra snertir aðalþætti ritsins, 45.—238. bls., og fyrsta athugasemdin (við 19. bls.) virðist t. d. heldur út í hött. Svo er að sjá sem Abrahams eigi þar við, að Grími hafi orðið það á að geta ekki um Canterbury Tales eftir Chaucer. En Grímur getur á þessum stað einmitt um „Knight’s Tale“, sem er fremst í Canterbury Tales, og má því ætla, að Abrahams hafi verið heldur ókunnugur þessu verki Chaucers og lítt dóm- bær um, í hverju „frumleikur“ þess var fólginn. Sjálfsagt hefur honum þó tekizt betur upp, þar sem hann gat rætt um franskar bókmenntir (t. d. í 10. aths., við 43.—44. bls.). En auðsætt er, að sá hreinsunareldur, sem Grímur þurfti að ganga gegnum við þetta tækifæri, hefur ekki verið mjög heitur. Höggstaðir á bók hans hefðu verið ærið margir, ef sótt hefði verið að honum í senn af kaldrænni skynsemi og með næga þekkingu að bakhjalli. Þessi drög Abrahams bregða upp mynd frá merkilegum tímamótum í menntalífi Dana og annarra norrænna og vestrænna þjóða á fyrri hluta 19. aldar. Latínan á þar enn svo mikil ítök frá fornu fari, að ekki þykir annað hlýða en byrja og enda and- mælin með latneskum ræðustúfum, — eins og Tlieses Gríms eru líka á þeirri tungu. En hún er á. undanhaldi. Athugasemdir Abrahams um einstök atriði í bókinni eru á dönsku — skrifaðar með fljótaskrift -—, og hann hefur auðsjáanlega rætt um þau á móðurmáli sínu. Hann hafði á sinni tíð, 17 árum áður, samið meistararitgerð sína á latínu, svo sem lengi hafði verið talið sjálfsagt. Nú voru þjóðtungurnar að ryðja sér til rúms sem lærdómsmál og nýrri tíma menntir sem viðfangsefni. Það má telja vafasamt, án þess að lítið sé gert úr latínukunnáttu Gríms, að honum hefði verið kleift að skrifa bók sína, er var svo nýtízkuleg að efni og hugsun, á fornmáli. Hið nýja vín varð að láta á nýja belgi. í hinum latnesku niðurlagsorðum Abrahams eru tvö atriði, sem ástæða er til að benda á. Abrahams fer fögrum orðum um þá ánægju, sem hann hafi haft af að ræða við Grím, og mun hann þar vafalaust ekki fara með tómt kurteisislof. Gríini hefur bæði fyrr og síðar verið enn betur lagið að setja hugsanir sínar fram í samtölum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.