Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 212
ÞÓRHALLUR ÞORGILSSON
Um þýðingar og endursagnir úr itölskum
miðaldaritum
Tímabilið frá því á dögum Ambrósíusar og Ágústínusar kirkjufeðra og þar til fer
að hilla undir viðreisnaröldina með vorboðum hins ,Tljúfa nýja stíls“, er vafalaust hið
ófrjóasta og einhæfasla tímabil í ítalskri bókmenntasögu. Samt var þá ýmislegt fært
í letur, sem hafði víðtæk og djúp menningaráhrif langt fram eftir öldum. Gleggsti
vottur þess er hin mikla útbreiðsla einstakra rita, sem gengu manna á milli í afskrift-
um, þýðingum og endursögnum, allar götur til endimarka hins byggða heims.
Það er ekki mikið að vöxtuin, sem finna má í íslenzkum bókmenntúm af þýðingum
og stælingum eða endursögnum af þessum uppruna. En sumt af því er merkilegt, og
saga þessara aðfluttu bókmennta sem heild væri verðug gaumgæfilegra rannsókna,
því að enn er margt lítt kannað í þeim efnum. Án þess að rekja það efni til nokkurrar
hlítar, getur verið fróðlegt að athuga, hvað það sé helzt, sem þýtt hefur verið, hvaðan
það sé upp runnið og hvar það sé að finna í bókmenntum vorum. Það er það og ekki
annað, sem ég mun freista að gera hér stuttlega grein fyrir.
Ambrósíus biskup í Mílanó (d. 396) var hið fyrsta sálmaskáld á Vesturlöndum,
sem nokkuð kvað að, og er höfundur margra sálma, sem jafnvel ennþá eru sungnir við
guðsþjónustur og flestum eru kunnir. 1 „Psalmaqueri“ Marteins Einarssonar (Kh.
1555) eru tveir sálmar, sem eignaðir eru Ambrósíusi, og eru þeir aftur prentaðir,
í annarri þýðingu, í sálmabók Guðbrands biskups, Hólum 1589. Þar birtust aðrir fimm
sálmar, sem eignaðir eru þessum höfundi, og enn einn, sem með vissu er talinn eftir hann
(„Einn guð skapari allra sá“). Loks birtist þar í fyrsta sinn1 í íslenzkri stælingu (para-
phrasis) hinn frægi lofsöngur Te Deum laudamus, upphaf: „Herra guð, þig heiðrum
vér“, en hinn ókunni þýðandi hefur farið þar eftir útleggingu Lúters, en ekki eftir
frumtextanum, og svo mun vera um fleiri af þessum sálmum (Páll E. Olason: Upp-
tök sálma og sálmalaga í lútherskum sið á íslandi, Rv. 1924, bls. 176). Hver sé höf-
undur þessa lofsöngs, er ekki vitað með vissu, en hann er kenndur við Ambrósíus eða
skóla hans („hymnus Ambrosianus“) og er vafalaust saminn á ltalíu um líkt leyti
og sá heilagi maður var uppi. Hann hefur síðan aftur og aftur verið þýddur á ís-
1) Laiismálsþýðing hafði áður verið prentuð í Spangenbergs Margarita Theologica, Kh. 1558,
í þýð. Gísla bps. Jónssonar, bl. Riv—S, í skýringum um trúna, og hefst svo: „Þig Gud lofum vier/
þig Drottinn prisum vier ...“ — Próf. Guðbrandur Jónsson hefur bent mér á, að aðra óljóðaða þýð-
ingu sé að finna í grallara Guðbrands bps. 1594, bl. Gij, verso.