Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 155
FRÁ MEISTARAPRÓFI GRÍMS THOMSENS
155
ræðum en í ritgerðum, því að þar var hann stundum þunglamalegur, tyrfinn og jafn-
vel óljós, eins og mistur hinnar þýzku heimspeki, sem hann hafði hrærzt í, hvildi yfir
máli hans. — Þá kveður Abrahams svo að orði, að fræðastörf Gríms muni, ef hann
haldi svo fram stefnunni, bera ljúffenga ávöxtu fyrir hann sjálfan, föðurlandið (vitan-
lega Danmörku) og „þennan háskóla“. Að vísu má skilja þetta svo, að stofnunin muni
hafa sóma af öllu því, sem þessi nemandi hennar láti síðar eftir sig liggja. En samt
er ekki ósennilegt, að í þessum orðum sé líka fólgin bending til Gríms, — og var
hún einmitt eðlileg frá manni með menntun og áhugamál Abrahams, — að hann
ætti að stefna að því að hljóta kennarastöðu í Hafnarháskóla, þar sem ensk tunga og
bókmenntir áttu engan fulltrúa. Þó að bókin um Byron lávarð sé nú úrelt, var hún
merkilegt framtak, þegar hún var samin, svo litla stund sem Danir og aðrir Norður-
landabúar höfðu þá lagt á ensk fræði.
Grímur kaus sér aðra braut til frama, sem kunnugt er. Hann hélt ekki fram þeirri
stefnu, sem Abrahams hvatti hann til. Eftir þetta ritaði hann varla neitt um franskar
né enskar bókmenntir. En þær fáu ritgerðir, sem hann birti um samtíðarbókmenntir
Norðurlanda (um H. C. Andersen 1855, — um Runeberg 1857), voru mikils metnar,
bæði vegna þess orðstírs, sem hann hafði getið sér fyrir lærdóm sinn, og af því að
þær báru að víðsýni og glöggskyggni á meginatriði af flestu því, sem þá var ritað á
Norðurlöndum um hókmenntaleg efni. Á því leikur tæplega vafi, að Grímur hefði
getað staðið nær því en Stephens að verða fyrsti kennari Hafnarháskóla í enskum
fræðum, ef hann hefði eftir 1845 sett sér það takmark. Og því má bæta við, að þá
mundi hann að líkindum smám saman hafa samið stíl sinn og framsetningu meir að
engilsaxneskum smekk og anda, sem var miklu eðlisskvldari Islendingi en hin róman-
tíska heimspeki Þjóðverja. Ef Grímur hefði beint ástundun sinni og hæfileikum áfram
að frönskum og enskum samtíðarbókmenntum, átti hann kost á að verða sá braut-
ryðjandi nýrrar þekkingar á Norðurlöndum, að Georg Brandes hefði ekki löngu síðar
komið svo flatt upp á landa sína með fyrirlestrum sínum og ritum um bókmenntir
Evrópu á 19. öld (Hovedströmninger) sem raun varð á. Með þessu er vitanlega ekki
við það átt, að Grímur mundi nokkurn tíma hafa hlevpt öllu í bál og brand með
áróðri fyrir nýjum skoðunum og stefnum né fylkt ungum rithöfundum undir merki
sitt á svipaðan hátt seni Brandes. Og samt má vera, að hann hefði ekki orðið eins
íhaldssamur í smekk og fráhverfur hinum nýrri stefnum, ef hann hefði fylgzt betur
með þróun þeirra frá kynslóð til kynslóðar.
Slikar bollaleggingar: „hefði það, sem aldrei varð,“ — geta að vísu ekki verið
nema til gamans gerðar. En víst er, að Grímur stóð á vegamótum, þegar hér var kom-
ið ævi lians. Hvernig mundi ferill hans hafa orðið, ef hann hefði fám árum síðar
orðið háskólakennari í Höfn, lektor og prófessor? Þá hefði hann aldrei komizt í
návígi við hirð Goðmundar konungs á Glæsivöllum. Þótt hann sjálfsagt vegna skap-
ferlis síns hefði átt eitthvað brösótt, mundi lífsreynslan hafa orðið fábreyttari og
vandaminni. Hefði leið hans þá nokkurn tíma legið aftur heim að Bessastöðum? Og
ætli hann hefði þá ekki orðið að láta íslenzka ljóðagerð sitja á hakanum fyrir annars