Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 94
94
HALLBJÖRN HALLDÓRSSON
pcím groma &fara o[fat cg ©ubBratitur
S^Otlafð 0on 37<nDar cg gní'ór of ©uCr gcíur
fprfr 3cfnw(á^rífíwnu
■ 2íHD tr xjÍIu mfurt'lgl/iJÖ cúr ^cfii nu fjf i £oníf fyafí
'ÖvuOB'öiuDDovwliga ÐrO/mar fú | X L. fnnifcUDínr/
fo aömrn tyafci $ mmt fycytalícualz cpícr ^ut lifa/cf
þm t/ofa n ^uiliifa ^0Ct (öuö CbkgoCur t?rfí
fcingiö fpm j?cffo f!}iio l;nlcito gafu/z t^uncn vt' tyeg
Ounv off j?ar i mofr/? t^íictn oucjrt €iuöí otö'ber £ta off/
■pðD fjtöfaroa cr Itcfnr-o/ctí fro fjutfr oö fngRr/QiQrr grcnicr ©utfjrcíÖD
C0?cn fl^* þaöogtyfpra/ 21 tlpuga kpfc Spéoiífl/lCcröontðr/friUiilifroð
nöror ©pnöfr og nonOftvgí fra’mffrt'c rr JDptnínnra »fi Tfí ínlcö*
paö cruöfpnrr figicUunifttcltu t?c rrc og Iceg™/ «t> f?ar cr tmgin tóuös
offr/fmsifi föfi jörmv/fingin rifi*tz tasrlnlf l;ta aUntmgu/Sru ? örgö/
Upphafið á jormála Guðbrands biskups jyrir fyrra bindinu af Innihaldi, prentuðu á Núpufelli árið
1589, með forstajnum Þ úir Lögbók áríð 1578 og Guðbrandsbiblíu.
rangt“, að unnið hafi að prentun biblíunnar „sjö sveinar í tvö ár“, að miklu nær virð-
ist liggja að kveða svo að orðum, að það sé vajalaust rétt.
Athugun á broti biblíunnar og stærð með hliðsjón á því, er heimildir segja um
tímalengd prentunarinnar, leiðir að þeirri niðurstöðu, að prentþröngvarnar á Hólum
árin 1582—1584 bljóti að hafa verið tvær, og að því styður líka enn eitt, er síðar
verður að vikið nánara. Hafa við þær unnið tveir menn við hvora, en þrír staðið
við setningu. Ætla má, að setjararnir þrír hafi ekki ávallt haft undan prenturunum,
því að setningarvinnan hefir alls ekki verið auðveld sakir jaðargreina og annarra
smáletursgreina, forstafa og blaðsíðutitla o. fl., og auk þess heyrði niðurhlutun sát-
ursins (,,umbrotið“) til setningarinnar eins og enn, og hefir þá önnur prentþröngin
verið látin standa, en þeir, sem við hana unnu, gengið að setningarvinnu. Setjara-
stæði hafa því hlotið að vera fimm eða sex. Leturmagn hefir þá aldrei verið minna
en fjórir til fimm kassar af aðalletrinu eða hátt á annað hundrað vogir og tveir til
þrír af smágreinaletrinu eða nálægt hundrað vogir. Letrið var af fjórum stærðum:
þrítólfdeplu, tvítugdeplu, fjórtándeplu og tídeplu sem næst, miðað við núlegar stærðir,
og tveimur gerðum: brotaleturs þrjár hinar meiri stærðir og Sváfalækjarleturs hin
minnsta. Forstafir voru af fjórum stærðum: fyrir sextán, ellefu, sex og þremur línum,
og af ýmsum gerðum, mjög sundurleitum, sumum úr Lögbók, en flestir þó brota-
leturs. Athygli eru sérstaklega verðir forstafurinn P, sem kemur fyrir t. d. á síðustu
blaðsíðu fyrstu bókar Samúelis og er af mjög frábrugðinni gerð við aðra, og Þ á