Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 111
ISLENZKAR HEIMILDIR STEPIIANIUSAR
111
og tvær fyrstu bækurnar af riti Saxos, eins og áður er sagt. Úr bréfi því sem þessum
skýringum fylgdi tekur Stephanius upp kafla í NIJ, bls. 16—17, og er það hið eina
sem varðveitt er orðrétt úr bréfum Brynjólfs biskups til hans. Þar harmar Brynjólfur
örlög íslenzkra rita og segir að ekki séu nú eftir nema leifar einar. Til dæmis um rit
sem nú séu glötuð nefnir hann Sæmundar-Eddu, en úr henni sé nú ekki annað til en
útdráttur Snorra Sturlusonar. Enn fremur nefnir hann „ingens volumen Historiarum
ab Odino ad sua tempora contextum ab Ario Polyhistore dicto“, og virðist þar eiga
við konungaævi Ara fróða. Sömuleiðis telur hann glötuð rit Gunnlaugs munks, kvæði
hirðskálda úr heiðni, spásagnir Þórhalls á Síðu og frásagnir um ferðir Eiríks rauða
og afkomenda hans. Má af þessu nokkuð marka livaða ritum Brynjólfur hefur haft
veður af, án þess að hafa komizt yfir þau.
Annað efni sem Stephanius tilfærir eftir Brynjólfi virðist runnið frá athugasemd-
um hans við Saxo (Conjectanea), þó að eitthvað af því kunni að vera úr bréfum,
Eins og fyrr var getið hafa athugasemdir þessar verið við fyrstu fimm bækur Saxos.
Eftir að NU kom út hélt Brynjólfur enn áfram að semja skýringar við Saxo, og eru
þær oft nefndar Conjectanea í bréfum (sjá Bibl. Arnam. III bls. XX—XXII og VII
bls. 105, 107, 116, 413). Af þeim eru tveir fyrstu kaflarnir (pericula) enn til í hand-
riti, og má ekki rugla þeim saman við skýringarnar sem Stephanius notaði og hér er
um að ræða. Langmestur hluti þessara skýringa er sóttur í islenzk fornrit, tilfærð
dæmi úr þeim, hliðstæður eða beinar þýðingar á orðatiltækjum hjá Saxo.
Þessi fornrit eru nafngreind eða eru bersýnilega heimild skýringanna (bls.-töl úr
NU í svigum): Bárðar saga Snæfellsáss (73), Bósa saga (46—47), Eiríks saga víð-
förla (104), Eyrbyggja (54,93), Gísla saga Súrssonar (54), Grágás (36), Grettis saga
(114, 115), Jómsvíkinga saga (20, 37, 57, 60, 103—104), Langfeðgatal (49—50),
Laxdæla saga (73, 93), Njála (36, 43, 78), Ragnars saga loðbrókar (28), Skeggja
saga (73), Snorra-Edda (28, 31, 88, 104, 106), Vatnsdæla saga (69), Völsunga saga
(43, 46, 47, 48, 81; er nefnd Ragnars saga loðbrókar bls. 46 og 81, en aldrei Völs-
unga s.), Þórðar saga hreðu (73).
Af nöfnum þessum kemur Skeggja saga ein ókunnuglega fyrir sjónir. í greininni
þar sem hún er nefnd segir Brynjólfur frá því að Miðfjarðar-Skeggi hafi gengið í
haug Hrólfs kraka til þeirra Hrólfs og Böðvars bjarka, ekki minna en 900 árum eftir
dauða þeirra. Síðan segir svo: „invenit utrumque integrum, sedentem, gravi armaturá
indutum et insignem stupendæque speciei gladium tenentem; cujus cum cupiditate
arderet Skeggo, forte fortuna Bpdvarum Bjarconem principio adortus manibus illis,
antea quidem robustissimis et invictis, nunc autem á nongentis annis mortuis torpidis-
que, erepturus, nullis viribus avellere potuit. Sed á Bjarconis gladio repulsus Rolvonis
Regis, Skpfungum [ího] dictum, maximo cum labore reportavit: qui gladius omnium
præstantissimus á seculo in Islandiam vénisse creditur. M. Brynolfus ex Skeggiasaga,
Thordi huædæ [svo] saga, Laxdæla.“
Lýsing þessi kemur í aðalatriðum heim við lýsinguna í Landnámu 221. kap. (Landn.
1925. bls. 94—95) og í Þórðar sögu hreðu (útg. 1848, bls. 8); í Laxdælu 78. kap. er