Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 216
216
ÞÓRHALLUR ÞORGILSSON
manna og miðstjórn þess í Róm, sem nú varð caput omnium ecclesiarum — yfirbjóð-
ancli allra söfnuða. Með útbreiðslu kristninnar í allar áttir gat þetta hljómað ekki
ósvipað hinu forna goðsvari um framtíð Rómaborgar: hic caput orbis juturum . . .
I Jóns sögu baptista, þeirri sem tekin var saman einhverntíma á árunum 1264—
1298 af Grími presti Hólmsteinssyni að áeggjan Runólfs ábóta í Veri, er stuðzt við
rit Gregoríusar og ýmsra annarra höfunda, eins og Grímur prestur tekur sjálfur
skýrt fram í bréfi sínu til ábótans, sem hann hefur að forspjalli: „Þer baðut mik
sarnan lesa or likarna heilagra gudspialla lif hins sæla Johannis baptiste ok setia þar
yfir tilheyriligar glosur lesnar af undirdiupi omeliarum hins mikla Gregorij, August-
ini, Ambrosij ok Jeronimi og annarra kennifedra.“ Þar er ennfremur vitnað í Petrus
Comestor og fleiri höfunda kirkjusögulegra rita.
Athyglisverð er sú ábending Finns Jónssonar í bókmenntasögu hans hinni meiri
(II, 1, bls. 1321, að kafli sá i díalogum Gregoríusar, sem segir „frá Petro“, ættuðum
úr Hiberia-héraði (þ. e. frá Spáni?), — en hann „kvaðst séð hafa helvítis píslir og
nokkra þessa heims metnaðarmenn í eldi“ — muni helzt liggja til grundvallar „visio“
eða draumsýn Sólarljóða.
Skáld var Gregoríus ekki mikið, en eftir hann eru þó til nokkrir sálmar, og hafa
a. m. k. þrír þeirra verið þýddir á íslenzku, allir frumprentaðir í sálmabókinni frá
Hólum, 1589, og eru þetta upphafshendingar þeirra:
..Hæsta hjálpræðis fögnuði“ (Magno salutis gaudio, 8 er„ bein þýðing, þó ekki
öll erindi frumsálmsins tekin með. Sáhnab. bl. xxxj—ij).
„Áður dagurinn endast skær“ (Te lucis aute terminum, upprunal. aðeins 2 er.
og lofgerðarvers, stundum eignaður Ambrosíusi. Sáhnab. bl. ccvij).
„Skaparinn Christe kongur vor“ (Rex Christe, jactor omnium, 6 er„ bein þýðing.
Sálrnab. bl. xxxj).
Síðastnefndur sálmur er sá eini, sem með fullri vissu má segja, að sé ortur af
Gregoríusi páfa. Höfundarréttur hans til hinna er ekki alveg öruggur, þó að meiri
líkur séu með honum en móti.
Paolino hét skrifari Ambrósíusar, kenndur við Mílanó. Að biskupnum látnum
skrifaði hann æfisögu hans, eftir ósk Ágústínusar, og er sú vita sancti Ambrosii í ís-
lenzkri þýðingu í Heil. m. sögum I (bls. 28 o. áfr.), eftir Stokkhólms-skinnhandriti
nr. 2, fol„ rituðu á ofanverðri 14. öld.
Frá því um daga Gregoríusar mikla og fram yfir 1100 er satt að segja ekki um
auðugan garð að gresja í bókmenntum Ítalíu, og er þó innan um að finna rit, sem
hlutu miklar vinsældir og útbreiðslu. Afskriftir bárust einnig til Islands eða í hendur
íslenzkum mönnúm, stundum eftir ýmsum krókaleiðum, og hefur sumt af því verið
íslenzkað.
Guido d’Arezzo (benediktsmunkur, f. um 9901 var mikill listafrömuður, kallaður
„faðir tónlistarinnar“ og talinn vera höfundur ýmsra rita, sem ekki munu þó að öllu
leyti vera hans verk. Meðal þeirra, sem trúlegast er að hann sé höfundur að, er bæk-