Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 97
FYRSTU LETUR í ÍSLENZKUM PRENTSMIÐJUM
97
Auk þess er næsta sennilegt, að Guðbrandur biskup hefði heldur sagt: Prentverkið
allt, en: „Prentverk mitt allt“, ef ekki hefði þá verið til annað .,prentverk“, sem hann
átti ekki rétt á að kalla sitt.
Tvennt er enn, sem styrkir þessa skoðun um ráðabreytni þeirra Guðbrands biskups
og Jóns prentara áhrærandi prent-
smiðjuna, en það er fyrst brotið á
bókum þeim, er prentaðar eru sama
árið á Hólum og Núpufelli, árið 1589.
Þá er prentuð á Hólum Sálmabók
Guðbrands biskups í átta blaða broti
úr pappírsstærð biblíunnar, sem er í
arkarbroti, en á Núpufelli Summaria
eður Innihald í fjögurra blaða broti úr
sömu pappírsstærð. Þetta er afleiðing
af hinu atriðinu, sem er þannig vaxið,
að letrunum hefir verið skipt milli
prentsmiðjanna á þá lund, að stóra
meginmálsletrið hefir mestallt farið til
Núpufells, en smágreinaletrið orðið að
mestu eftir á Hólum. Bókaútgefandinn,
Guðbrandur biskup, hefir því fyrst um
sinn látið prenta heima á Hólum þær
bækur, sem þurftu að vera í handhægu
broti til meðferðar, en hinar, sem ætl-
aðar voru heldur til heimalestrar, á
Núpufelli. Vera má og, að prentmeist-
arinn hafi kunnað betur við að prenta
heima hjá sér hina svipmeiri verka.
Ekki er þó víst, að þetta hafi gilt
að fullu svo sem regla eða til lang-
frama, því að á Núpufelli er prentuð
lögbókin. sem ber ártalið „1582“, —-
það sýnir letrið, — en hún er í litla
brotinu, þótt hún sé með stóra letrinu.
Artalið er sjálfsagt prentvilla, „8“ sett
í staðinn fyrir 9, hefir átt að vera 1592, og til þess bendir frágangur prentunarinnar.
Svo er að sjá, sem ekki hafi farið betur en vel saman búskapurinn á lénsóðalinu og iðk-
un prentlistarinnar þar, því að prentuninni stórhrakar eftir því, sem líður á Innihald,
en prentun á síðari hluta þess er lokið á Núpufelli snemma árs 1591. Fór og svo að lok-
um, að Jón prentari hætti við hvort tveggja, seldi Guðbrandi biskupi prentsmiðjuna
árið 1593, fluttist aftur að Hólum og var prentari þar síðan til dauðadags árið 1616.
Jfr«mpar|Tti
Jifnmgjeiga/fuariClflaffeíöf f elíum
nau&fpmö flf)a|ínai)i epíerþui
ím ýrepPíTtornar mrn §tura Díaö ppre*
Í3.rt ftíaöa&uröar þirr J
£anöi,
SlD er oílum rirt
tþað mpffa ofíö cr SOhfi (wpa
rþirr metr) jDurnm DretgtD»
_ þeffu ímtDi rff cnguoedru f«
jatctfu/vnt (Iruöffítöa 6unaö/@o fent
mirger bapa raun op meö fTorum fftar
jkulíöö/* mWa marger mrfi {.ar ppr/
«r mar§a aöra þarp(iga(j(ute/<^fí þtnti
ffafctfi þarnajt flffar S^tafpar og pprer
þat liggur margur ftl 5}auöe rft prof#
*ff/pu« gterurn oterifíft moðö funn#
Mf/aö bner fa maöur fem í;art aXX.
'J^anSraöptaro.; ei miffa/lmrr fettt bff
fr&döjaðt rðt <t rtW bera (ina$re?in
Vteð
Sama blaðsíðan úr Lögbók frá Núpufelli árið „1582“
(—1592?), sem sýnd er á 34. bls. ár Lögbók jrá
Hólum árið 1578. með forstaf af sömu gerð, en með
breyttri stafsetningu og rómverskri tölu með sömu
gerð fornaleturs sem í Guðbrandsbiblíu.
7