Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 81
FYRSTU LETUR í ÍSLENZKUM PRENTSMIÐJUM
81
hefír verið kallað svo líka af því, að það var samtíða gotneska stílnum svonefnda. Það
þótti bráðlega nokkuð stirðlegt, því að það var beint og hátt og þétt að dráttalögun
og dráttaskipun, og var því tekið upp á að sveigja nokkuð drætti þess, fyrst tengi-
drætti hástafanna og síðan ýmsa aðaldrætti þeirra og lágstafanna. Var sú gerð kölluð
sveigt rnunkaletur (rundgotisch) eða hálfgildingsmunkaletur (semigotisch). Þessi til-
hneiging ágerðist, og á niunda tugi fimmtándu aldar var komin upp alveg ný leturgerð
af tagi munkaletursins. Var hún kennd við bæ á Þýzkalandi, er stendur við litla á eða
læk, sem heitir Schwabach og myndi hafa kallazt Sváfalækur á íslenzku, og er því
letrið hér kallað Sváfalœkjarletur, með því að þýzka nafnið (Schwabacher gotisch eða
Schwabacher einungis) er tæplega læsilegt og varla frambærilegt íslendingum. Út af
þessu letri þróaðist enn bráðlega ný leturgerð, sem var kölluð brotaletur (fractura)
til aðgreiningar frá Sváfalækjarletrinu, en ekki eftir neinu, sem væri sérstaklega ein-
kennilegt við það frernur, en nafnið er dregið af því, að líkt er, sem eitthvað hafi
verið brotið af endum aðaldráttanna, en svo er raunar um öll þau letur, sem af munka-
letrinu eru komin. Er nafnið því stundum notað sem nafn á allri tegundinni með öllum
gerðum hennar, og eins er orðið „fornaletur“ oft haft um allar leturgerðir, sem runnar
eru af hinni leturtegundinni, fornmenntaletrinu. Þessum nafngiftum er fylgt hér.
Hvorar tveggja leturtegundirnar tóku smátt og smátt ýmsum breytingum á tímanum
fram til loka átjándu aldar eftir handbragði og smekk letursmiðanna, og er hver slíkur
smávægilegur mismunur sömu leturgerðar kallaður .,stunga“, þangað til á hann hefir
aukizt svo mjög, að einhver verulega greinileg einkenni eru orðin svo frábrugðin
hinu upphaflega, að ekki verður lengur hjá því komizt að tala um sérstaka leturgerð.
Kring um aldamótin 1800 og eftir þann tíma komu upp ógrynni leturgerða af hvorri
tveggja leturtegundinni, en ekki er rúm til að rekja það hér. Það heyrir ekki til við-
fangsefnisins. Hér virðist nægja yfirlit um þróun prentletursins fram að þeim tíma
frá upphafi, er prentlistin kom til skjalanna og tók upp það letur, er þá var í tízku
á handritum, eins og áður er vikið að. en samhliða varð þróun í aðra átt á letrinu
á skrifuðu lesmáli. Skrifarar, sem kepptu við prentunina, skrifuðu áfram upprétt
letur. er kallað var settletur eða settaskrift, en i hraðari skrift varð hallt letur ráðandi,
og urðu til af því tvær aðaltegundir skrifleturs, fljótaskrift, þar sem brotaletur var
notað á prenti, og snarhönd, þar sem með fornaletri var prentað. Hér er ekki hægt
að stilla sig um að geta þess, að ýmsir íslenzkir listaskrifarar eins og t. d. Bólu-
Hjálmar skrifuðu allar þessar skrifleturstegundir.
Annar meginþáttur í þróunarsögu prentletranna lýtur að stærðum þeirra. I fyrstu
ákváðu prentarar stærðir letra sinna eftir fyrirferð letursins á handritum þeim, sem
þeir líktu eftir, en hjá bókriturunum var stærðin miðuð við breidd aðaldráttanna og
bilið á milli þeirra, er átti að vera sem næst hið sama. I fjörutíu og tveggja lína biblíu
Gutenbergs er t. d. breidd aðaldráttanna í lágstöfunum um það bil einn fjórði hluti
af lengd þeirra, upp- og niður-lengingar saman lagðar sem næst þrír fjórðu hlutar,
flái, sem var á stílunum fyrir utan þær beggja vegna, að ofan og neðan, tvöfaldaður
hér um bil einn fjórði, svo að þykkt línunnar, sem ákvað stærð letursins, prentstílsins.
6