Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 191
PÉTUR GAUTUR
191
Á s a. Ekki kannske! ÁSA Ekki kannske!
Pjetur Gautur. Kúlan hvein. Kollskít beint á trýnið small hann. En í sama andartaki, yfir’um þvert jeg sat á baki. Þreif hann svo í annað eyra, ætlaði að fara að keyra reddann í hann, rjett við skallann. Rak ])á ekki djöfsi upp öskur, spratt á fætur frár og röskur, fetti hausinn svo jeg sleppti hníf og slíðrum, hjelt mjer fast; hornafljettan um mig vattst og að lend og lærum kreppti ]íkt og töng. Svo greip hann kast, þreif til fóta og þandi leggina. Þaut svo rakleitt fram á Eggina. (1901, bls. 3—6). PJETUR GAUTUR Kúlan hvein. Kollhnís beinl á trýnið small hann. En í sama andartaki vfir um þvert jeg sat á baki. Þreif hann svo í annað eyra, ætlaði að fara að keyra reddann í hann, rjett við skallann. Rak þá ekki djöfsi upp öskur. Spratt á fætur, frár og röskur, fetti hausinn svo jeg sleppti hníf og slíðrum; hjelt mjer fast; hornafljettan um nn'g vattst, og að lend og lærum kreppti, líkt og töng; svo tók liann kast, þreif til fóta, þandi leggina, þeyttist rakleitt frant á Eggina. (1922, bls. 7—9).
Gegnum þoku blakka og blinda byltumst við í máfahnapp; liann þaut út í alla vinda, undan Iiart með gargi skrapp. (1901,7). Fyrst var súld og suddi rofinn, svo var máfahópur klofinn — sem í allar áttir víkjandi út í loptið flökti skríkjandi. — (1922, 11).
Ekki er þjer gaman. Aulinn, halt’ þjer bara saman. (1901,17). Ekki er þjer gaman. Ærður ertu. Halt’ þjer saman. (1922, 20).
Pjetur Gautur. Mamma góð, þú gugnar við það. PJETUR GAUTUR Góða, nei. Þú mátt við minnu. —
Á s a. Gugna? — Jeg er nú svo örg að jeg gæti unnið björg. Er bjer tinnugrjót? Jeg bryð það. Slepptu óðar! (1901, 23—24). ÁSA Má við? — Nú er jeg svo örg, að jeg gæti brotið björg. Já, jeg gæti tuggið tinnu. Slepptu óðar! (1922, 25).
Gagnslaust er þú eyðir orðum. —• Hvort fer sínar leiðir. (1901, 60). Gagnslaust allt; þú eyðir orðum. — Hvort fer sínar leiðir. (1922, 55).
Fengist nokkur lukka hjá þér? (1901,62). Fengist nokkur auðna hjá þjer? (1922, 57).