Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 86
86
HALLBJÖRN HALLDÓRSSON
síðu í opnu, íærði síðan samfelluna (,,forminn“) innar og prentaði á hinti helminginn
í öðrum drætti. Þegar þannig hafði verið prentað á allt upplagið, var hin hliðin á
örkinni prentuð með sama hætti, og var þá komin hálf fjórblöðungsörk, ef prentuð var
ein síða í drætti, en hálf áttblöðungsörk, ef tvær síður voru prentaðar í drættinum.
A hálfa fjórblöðungsörkina höfðu þá verið prentaðar 1. og 2. síða fyrsta blaðs og 7.
og 8. síða á fjórða blað arkarinnar. Síðan var hinn helmingur hennar, 3.—6. síða,
prentaður á sama hátt. Svona var haldið áfram alla bókina út. Þegar prentið var orðið
þurrt, voru arkarhelmingarnir brotnir, innri helmingurinn lagður innan í hinn ytri og
arkirnar að svo búnu teknar saman eftir röð. Til þess að þær rugluðust ekki, voru
fyrstu blaðsíður arkarhlutanna merktar á fæti, með stafrófsröð arkirnar og auk þess
rtnrt; tíij.<£apt
^%2ír þalfoi 0fýþuer mat>ur^rcr/ ctnfHm evrfr <& Í>J
C®^{jícn«ra/oc vtjitornarrt 'jpcr (0M>j lcynba boma. t£i»
nu lyeimtú víereqrocirrt ajjvcrífiioriturö/cn £ þctr uúulijc
truer.þttUr mierp p^rcr roíjla fofif/ at cgfkuti a^tf): bot
iwrtjt/c^rtrt^ tortligíj&efge.ÆJÍ j»o^»»ifeg afifiatBiniia.
þufrttingí
Hlnti neSan af blaSsíSu í GuSspjallabók meS greinar-merki og forstafnum P,
skertum og höfSum fyrir Þ, af sömu gerS sem í „tveimur blöSum“ og Píningu.
með rómverskum tölum innri arkarhlutarnir, svo að á fyrsta blaði í fjórblöðungsörk
stóð A, á öðru Aij; á áttblöðungsörk bættist þá við Aiij og Aiiij eða Aiv. Eiginlegir
fjórblöðungar voru þannig ekki til þá að prentun, heldur að eins að bandinu til. Þeir
komu ekki til fyrr en prentþröngvarnar urðu stærri og smíðaðar úr járni, en það varð
ekki fyrr en seint á átjándu öld. Prentþröng séra Jóns Matthíassonar hefir ekki verið
stærri en svo, að hann hefir að eins getað prentað tvær litlar (fjórblöðungs)síður
í einu.
Píning og Guðspjallabók eru þó áttblöðungar, og sýnir það, að séra Jón prentari
hefir átt svo mikið af letri, að hann gæti sett rúmlega sextán síður af meginmáli, þegar
þær voru í prentun, hvort sem svo var áður eða ekki. Letrið var Sváfalækjarletur með
stungu mjög svipaðri þeirri, sem er á lágþýzkri útgáfu af Danasögum, er Steinn mál-
fróði (Saxo grammaticus) reit á latínu, prentaðri í Lýbiku árið 1483, gæti jafnvel hafa
verið steypt í sömu mótunum. Samanburður stafs við staf í letrinu á Píningu og
„tveimur blöðum“ bendir til þess, að sama letrið geti verið á hvoru tveggja og Guð-
spjallabók. Sérstaklega eftirtektarverður er hástafurinn P. sem er eins í þeim öllum,
en þó frábrugðinn sama staf, eins og hann er venjulega í þessari leturgerð. Munur á
heildarsvip letursins að öðru leyti er þó nokkur, en virðist ekki annar en sá, að á
Píningu og Guðspjallabók er letrið greinilega fremur slitlegt og óhreint og sýnist því
hafa verið talsvert notað, en ekki vel hirt, en á „tveimur blöðum“ er það nýlegt og
hreint. Ofmælt er það hjá Collijn, að það sé ljótt; það er miklu fremur laglegt eftir því,