Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 79
HALLBJORN HALLDORSSON
Letraval í prentsmiðjum á fyrstu öld
prentlistarinnar á Islandi
i
Sá, er vill grennslast eftir, hvaða letur hafa verið til afnota í prentsmiðjum hér á
landi á fyrri tímum og jafnvel fram á daga núlifandi manna, hefir ekki í annað hús að
venda til þeirra hluta en landshókasafnið. Ahöld og íefni þeirra tíma hefir því nær allt
farið að forgörðum. Einungis ofurlítið hrafl af íefni, aðallega forstöfum og prent-
myndum, að mestu úr viði, og örfá áhöld, línumát og skip, eru raunar til í prentminja-
deild þjóðminjasafnsins frá ýmsum tímum allt frá Hólaprentsmiðju herra Guðbrands
til Viðeyjarprentsmiðjunnar, en það er svo lítið og fáskrúðugt, að af því er mjög örð-
ugt að gera sér nokkra sæmilega grein fyrir því, hvað til hefir verið á hverjum tíma.
Einu minjarnar, sem nokkuð má ráða af í þessu efni, eru prentgripir þeir, aðallega
bækur, er komið hafa frá prentsmiðjunum á ýmsum tímabilum og varðveitzt til vorra
daga, og þeirra er yfirleitt ekki annars staðar að leita hér á landi en í landsbókasafn-
inu. Er þó ekki um auðugan garð að gresja þar heldur áhrærandi þrjá fyrstu aldar-
fjórðungana af prentlistarsögu þjóðarinnar. Af hinu elzta er ekki heldur þar um ann-
að að ræða en ljósprentanir eftir bókum, sem að eins eru til í einu eintaki hvor og
geymdar í Kaupmannahöfn, og svo tveimur blöðum, sem álitið er að séu úr handbók
presta á latínu, Breviarium Holense, er JÓN biskup Arason er talinn hafa látið prenta
á Hólum í Hjaltadal árið 1534. Betur horfir, þegar fram í sækir og hægt er að
skoða letrin á prentgripunum sjálfum, en þá þarf líka að fletta ])ókunum með vak-
andi eftirtekt og samanburði og mæla upp línuþykktir og stafabreiddir og reikna síðan
út, hvort um sama eða annað letur er að véla á bókum frá annarlegum prentunartím-
um eða prentstöðum. Frá afrakstri af þess háttar athöfnum mun verða skýrt í því,
sem hér fer á eftir, en til þess að auðveldara verði að átta sig á honum verður tæplega
komizt hjá því að líta stuttlega yfir uppruna- og þróunar-sögu prentletranna.
II
Prentletur eru þannig til komin, að fyrstu letursmiðirnir skáru. á föðurmótin, eins
konar slagbora, er þeir slógu með móðurmótin, sem þeir steyptu í stíla sína, spegil-