Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 114
114
JAKOB BENEDIKTSSON
Loks er að geta þess að Brynjólfur tilfærir nokkra málshætti og orðatiltæki á ís-
lenzku til skýringar á ýmsum stöðum hjá Saxo. Sumt af þessu er úr fornum ritum,
sumt er hér bókfest í fyrsta sinn, og skulu því allar þessar tilvitnanir teknar upp hér.
BIs. 34: Oft ero vaskar hendur under Vargs belgie. — 35: Byst er Brudur ad fystu
Bidlr (= fyrsta biðli) enn viknar sidan. — 53: Ei má frigum (= feigum) forda Nie
Ofrigum (= ófeiguml i Hel koma. — 88: Fatt er forspárra enn hugurenn. — 115:
Illt er ad eyga thræl fyrer einka Win (vitnað í Grettis sögu). — 116: Stutta Stund
verdur hpnd hpgge feigén. Frestur er a Illu hestur, eða: Frest er a Illu best. — 118:
Illt er ved Rammann reip ad draga. Hollast er heilum wagne heim ad aka. Lauss er
handlauss bagge. Skyllt er hende aff hoffde hera (Um þennan málshátt segir Brynj-
ólfur að móðurafi sinn Páll Jónsson [Staðarhóls-Páll], ’vir in illis talibus rari exempli’>
hafi ríinað liann þannig: III er hpnd sem aff ei her, eff ytar a hoffuded kasta). -—
121: Einu sinni verdur allt fyrst. Aff Mpgru skall mat haffa. — 122: Sialldan fittnar
hinn fallne. Ecke biitur sa I Belg liggur, eða: Ecke hiitur thad i belg liggur.
Auk þessa tilfærir Stejihanius nokkra málshætti á íslenzku, sem hann segir að séu
algengir á Islandi, en getur ekki uin heimild, og kann eitthvað af þeim að vera frá
Brynjólfi runnið:
Bls. 67: Opt eru vaskar hendur undur vondre, eða: vorugre, Kápu. — 68: Thad er
huerium tiidt, sem hann temur, eða: Thad er huerium tamt, sem hann tiidkar. Tamur
er Barnss vande. — 78: Raunen er obygnust (= ólygnustl. Sión er S0gu rykare.
Allt er svipur nema Sion. — 113: Sa er fuglenn wéstur, sem i sialffss siinss hreidur
driitur.
Allir þessir málshættir sem hér hafa verið taldir eru kunnir úr yngri söfnum (eru
l. d. allir í Málsháttasafni Finns Jónssonar), en orðalag er víða lítið eitt frábrugðið
því sem yngri heimildir hafa. Þeir málshættir sem eiga rót sína að rekja til fornra
rita virðast skráðir eftir minni en ekki teknir heint úr handritum, því að víða ber
smávegis á milli.
Saga íslenzkra málshátta er enn lítt rannsökuð, og hér verður ekki gerð nein tilraun
til samanburðar á málsháttum þessum og öðrum gerðum þeirra sem kunnar eru.1
Þó er ljóst að Brynjólfur hefur sums staðar varðveitt upphaflegri gerðir málsháttanna
en vngri söfnin.
Hér verður ekki reynt að rekja hver handrit Brynjólfur hafi haft undir höndum
af þeim fornritum sem hann vísar til, enda eru flestar tilvitnanir hans þess eðlis að
vonlaust er að draga af þeim öruggar ályktanir um það efni. Heildarrannsókn á hand-
ritaeign Brynjólfs mundi að sjálfsögðu geta gefið ýmsar vísbendingar um þetta atriði,
en án slíkrar rannsóknar verða ekki settar fram nema getgátur einar.
1) Um málsliætti hjá Saxo og hliðstæður þeirra í norrænum bókmenntum sjá P. Ilerrmann, Die
Heldensagen des Saxo Grammaticus, 1922, bls. 394—97, þar sem tilfærðir eru sumir af málsháttum
Brynjólfs. Herrmann virðist ])ó ekki hafa notað NU beinlínis, heldur tekið málshættina úr útgáfu
Mullers og Velschows, og hefur því bæði sleppt sumum og víða farið ónákvæmlega með textann.