Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 72

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 72
72 GUÐBRANDUR JÓNSSON ljósa grein fyrir gildi þessara mynta í nútíðarpeningum, en víst er um það, að þó þessi pappír væri snökktum ódýrari en bókfell, mundi nútímamanni þykja hann ærið dýr. Arið 1552 er pappír loks orðinn það algengur og sjálfsagður hér á landi, að Páll höf- uðsmaður Stígsson kveður svo á í reglugerð sinni fyrir skólana, að biskupar skuli „forsorga fyrrnefnda skólapilta með bókum og pappír svo mikið, sem kann að hjálpa þeim, sem fátækir eru“.63 Þessi pappírsnot, sem hér hefur verið getið, hafa aðeins verið til skrifta, en nokkuð fyrr hefur pappír verið hafður hér til annarra brigða, því 1461 á Kaupangskirkja tabulum (þ. e. frontale, antemensale) 64 með pappír og þrjú pappírsblöð.65 Hafa þetta vafalaust verið myndir, annaðhvort dregnar hér á landi eða annarsstaðar eða prentaðar, því prentað var áður en Gutenberg fann lausaletursað- ferðina, en þetta væri þó nokkuð í fyrsta lagi, sem það væri hugsanlegt. Pappírsbækur eru naumast nefndar fyrir 1525, en þá átti Hólastóll pappírsmissale de tempore et de sanctis kringum allt árið með kana, en það er vafalítið Missale Nidrosiense, prentað í Kaupmannahöfn 1519, og „eitt pappírskver, er heldur historíu af vorri frú og enn fleiri“,66 en það gæti verið hvort sem vill íslenzkt handrit eða útlent prent. I þessu sambandi má geta þess, að í sömu andránni og Hólamáldaginn talar um pappírs- missaleð, er að ofan greinir, er nefnt „eitt brefer með saltara, er heldur de tempore og de sanctis kringum árið“. Þar eð það er staklega fátítt, að til séu skrifuð full brefer hér á landi, enda mundu þau naumast hemjast á einni bók ritaðri, má sýnast mjög líklegt, að hér sé átt við Breviarium Nidrosiense, prentað í París 1519, en það varð fyrirmynd að Breviarium Holense, er Jón Arason lét prenta. I Hólamáldaganum frá 1550 segir, að stóllinn hafi átt „guðspjallabók með pappír í norrænu,“ og munu það vera þeir fjórir guðspjallamenn „er Jón biskup gamli að Hólum lét útleggja og þrykkja“ eins og síra Torfi í Gaulverjabæ orðar það, og að sögn hans voru grafnir með Brynjólfi biskupi Sveinssyni,67 en þá bók lét Jón Arason prenta. Flestar þær messu- og tíðabækur. er eftir þetta getur,68 virðast eindregið hljóta að vera bækur siðabyltingarinnar. og eru þær því þessu máli óviðkomandi. 1 máldögunum frá því 1525 og þar eftir er ómögulegt, nema það sé sérstaklega tilgreint, eða bókanna sé getið í eldri máldögum, að átta sig á því, hvað séu pappírsbækur og hvað skinnbækur, og sumar bækur geta hæglega hafa verið prentaðar bækur, þó þess sé ekki getið. Um það verður að láta þar nótt sem nemur. Engar beinar heimildir eru til um íslenzk bókasöfn í eigu einstakra manna á þess- um tíma. Þar verður að álykta óbeint, sumpart af þeim handritum, sem eru til enn í dag, en sumpart af erfðaskrám, sálugjafabréfum og öðru svipuðu. Af sérstökum á- stæðum verður fyrst að gera sér einhverja grein fyrir því, hvað maður á þessum tímum verður að kalla bókasa//;. Ástæðurnar eru þær, að mörg hin miklu handrit okk- ar, t. d. Flateyjarbók, Hauksbók. Eirspennill, Morkinskinna o. s. frv., eru söfn margra rita á einni bók, og ekki alltaf samstæðra að efni eða uppruna til, eins og t. d. Hauks- bók, svo að nú á dögum mundi engum detta í hug að gefa þau út í samfelldri heild, nema einmitt þegar verið er að gefa þessi handrit út beinlínis. Ritin á þeirn eru svo mörg og margvísleg, að handritum þessum verður naumast líkt til annars en lítils,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.