Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 72
72
GUÐBRANDUR JÓNSSON
ljósa grein fyrir gildi þessara mynta í nútíðarpeningum, en víst er um það, að þó þessi
pappír væri snökktum ódýrari en bókfell, mundi nútímamanni þykja hann ærið dýr.
Arið 1552 er pappír loks orðinn það algengur og sjálfsagður hér á landi, að Páll höf-
uðsmaður Stígsson kveður svo á í reglugerð sinni fyrir skólana, að biskupar skuli
„forsorga fyrrnefnda skólapilta með bókum og pappír svo mikið, sem kann að hjálpa
þeim, sem fátækir eru“.63 Þessi pappírsnot, sem hér hefur verið getið, hafa aðeins
verið til skrifta, en nokkuð fyrr hefur pappír verið hafður hér til annarra brigða, því
1461 á Kaupangskirkja tabulum (þ. e. frontale, antemensale) 64 með pappír og þrjú
pappírsblöð.65 Hafa þetta vafalaust verið myndir, annaðhvort dregnar hér á landi eða
annarsstaðar eða prentaðar, því prentað var áður en Gutenberg fann lausaletursað-
ferðina, en þetta væri þó nokkuð í fyrsta lagi, sem það væri hugsanlegt. Pappírsbækur
eru naumast nefndar fyrir 1525, en þá átti Hólastóll pappírsmissale de tempore et de
sanctis kringum allt árið með kana, en það er vafalítið Missale Nidrosiense, prentað í
Kaupmannahöfn 1519, og „eitt pappírskver, er heldur historíu af vorri frú og enn
fleiri“,66 en það gæti verið hvort sem vill íslenzkt handrit eða útlent prent. I þessu
sambandi má geta þess, að í sömu andránni og Hólamáldaginn talar um pappírs-
missaleð, er að ofan greinir, er nefnt „eitt brefer með saltara, er heldur de tempore og
de sanctis kringum árið“. Þar eð það er staklega fátítt, að til séu skrifuð full brefer
hér á landi, enda mundu þau naumast hemjast á einni bók ritaðri, má sýnast mjög
líklegt, að hér sé átt við Breviarium Nidrosiense, prentað í París 1519, en það varð
fyrirmynd að Breviarium Holense, er Jón Arason lét prenta. I Hólamáldaganum frá
1550 segir, að stóllinn hafi átt „guðspjallabók með pappír í norrænu,“ og munu það
vera þeir fjórir guðspjallamenn „er Jón biskup gamli að Hólum lét útleggja og
þrykkja“ eins og síra Torfi í Gaulverjabæ orðar það, og að sögn hans voru grafnir
með Brynjólfi biskupi Sveinssyni,67 en þá bók lét Jón Arason prenta. Flestar þær
messu- og tíðabækur. er eftir þetta getur,68 virðast eindregið hljóta að vera bækur
siðabyltingarinnar. og eru þær því þessu máli óviðkomandi. 1 máldögunum frá því 1525
og þar eftir er ómögulegt, nema það sé sérstaklega tilgreint, eða bókanna sé getið í
eldri máldögum, að átta sig á því, hvað séu pappírsbækur og hvað skinnbækur, og
sumar bækur geta hæglega hafa verið prentaðar bækur, þó þess sé ekki getið. Um
það verður að láta þar nótt sem nemur.
Engar beinar heimildir eru til um íslenzk bókasöfn í eigu einstakra manna á þess-
um tíma. Þar verður að álykta óbeint, sumpart af þeim handritum, sem eru til enn í
dag, en sumpart af erfðaskrám, sálugjafabréfum og öðru svipuðu. Af sérstökum á-
stæðum verður fyrst að gera sér einhverja grein fyrir því, hvað maður á þessum
tímum verður að kalla bókasa//;. Ástæðurnar eru þær, að mörg hin miklu handrit okk-
ar, t. d. Flateyjarbók, Hauksbók. Eirspennill, Morkinskinna o. s. frv., eru söfn margra
rita á einni bók, og ekki alltaf samstæðra að efni eða uppruna til, eins og t. d. Hauks-
bók, svo að nú á dögum mundi engum detta í hug að gefa þau út í samfelldri heild,
nema einmitt þegar verið er að gefa þessi handrit út beinlínis. Ritin á þeirn eru svo
mörg og margvísleg, að handritum þessum verður naumast líkt til annars en lítils,