Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 182
182
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON
íært. Hitt er rétt, að Einar hefur þrætt frumháttinn eftir föngunr og tekizt það von-
um fremur. Ekki er heldur að efa, að Einar hafi að nýju tekið að sýsla við þýðingu
sína fyrsta hjúskaparveturinn, og hefur það áreiðanlega verið að hvötum konu hans,
eins og Ijóst er af vísu þeirri, sem hann ritaði framan á eintak það, er hann færði
henni að gjöf, þegar Pétur Gautur kom út, og enn er til:
Til konu minnar.
Handritsbrot á hillu lá
og hélt við eldsins grandi.
Vilja minn þú vaktir þá
og varst minn góði andi. — —
Gaut og Einar —• eigðu þá -—,
þeir eru í góðu bandi.1
Það er ekki hætt við, að frú Valgerði verði gleymd hvatningarorð hennar.
Næsta vetur hefur Einar svo unnið að því að koma ritinu á prent, og er auðséð, að
setjaranum hafa verið fengnar í hendur prentarkir frá 1897, svo langt sem þær náðu,
að vísu með leiðréttingum og hreytingum, og upphafið endurskrifað. En í prentuninni
ganga aftur nokkrar óleiðréttar prentvillur úr gömlu örkunum.-
Bókin kom svo út í aprílmánuði 1901.3 En um þessar mundir munu þó meir hafa
aukið skáldhróður Einars aldamótaljóð hans, er hlotið höfðu verðlaun Stúdentafélags
Reykjavíkur samkvæmt einróma áliti dómnefndarinnar og flutt höfðu verið í Reykja-
vík þá um veturinn á aldamótahátíðinni. —
Einar hafði nú komið Pétri Gaut af höndunum — rúmum 12 árurn eftir að hann
lók fyrst til við þýðinguna, og hafði hann þá alls unnið að henni nálægt einu ári, en
liðin voru 34 ár frá fyrstu prentun norska frumritsins (1867). En þar með er sögu
þýðingarinnar ekki allri lokið. Einar sinnti henni að vísu lítt tvo næstu áratugi. Hann
fór nú utan nokkrum sinnum og varð sýslumaður í Rangárvallasýslu 1904—1907. A
þeim árum gaf hann út aðra ljóðabók sína. Hafblik, 1906. Upp í hana tók hann tvo
stutta kafla úr þýðingu sinni, óbreytta að kalla (1. sýningu 3. þáttar — með einni
smábreytingu — og ræðu prestsins úr 5. þætti). Arið eftir fluttist Einar utan með fjöl-
skyldu sína og var síðan húsettur erlendis næstu 14 ár og fékkst við alls konar fésýslu-
störf, en kom þó oft til íslands á þeim tíma og fór oft utan eftir það. A utanvistarárun-
um gaf hann út tvær ljóðabækur, Hrannir (1913) og Voga (1921). Einhvern tíma um
miðbik þessa tíma hefur Einar aftur hugsað til útgáfu á Pétri Gaut. En hann átti ekkert
1) Frásagnir Valgerðar Benediktsson, 23; Ljóðmæli Einars Benediktssonar 1945, III, 304.
2) T. a. m.: fullreynd (1897, 45; 1901, 56), leiðr.: fullreynt (1922, 52); eg ei (1897, 155; 1901,
194), leiðr.: og ei (1922, 178); Hvassviður (1897, 178; 1901, 222), leiðr.: Hvassveður (1922,
205), o. fl.
3) Formálinn er dagsettur 6. apríl, en bókarinnar getið í Þjóðólfi 30. apríl 1901.