Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 108

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 108
108 JAKOB BENEDIKTSSON Ólafssonar hefur Stephanius látið gera uppskrift af Eddu með latneskri og danskri þýðingu. Þessarar uppskriftar getur P. J. Resen í formálanum að Eddu-útgáfu sinni 1665 (bl. 1 4 r—vj, og hún hefur verið undirstaðan undir útgáfu Resens. Laufás- Edda Stephaniusar hefur haft kaflana 48—52 í Skáldskaparmálum (Edda Sn. St. 1931, bls. 128—34), en þá befur vantað í hina upphaflegu Laufás-Eddu svo og í þýðingu Magnúsar, enda standa þeir ekki í Codex Wormianus og aðeins upphafið er í Uppsala- Eddu. Þessir kaflar eru = Mythol. 69—78 í útgáfu Resens, og Resen tekur fram í formála sínum (bl. 1 3 v) að þýðing Magnúsar Ólafssonar hafi ekki náð lengra en til loka Mythol. 68. Eftir Laufás-Eddu Stephaniusar eru skrifuð pappírsblöðin sem skotið er inn í Cod. Worm. (bls. 61—72), en á þeim standa einmitt þessir kaflar sem nefnd- ir voru. Texti þeirra sýnir að þessi viðbót er runnin frá fre'mur slæmri uppskrift Kon- ungsbókar. 1 texta Resens-útgáfunnar af þessum köflum eru hins vegar teknir upp nokkrir leshættir úr Uppsala-Eddu (sem líklega eru runnir frá Stephaniusi eða aðstoð- armönnum hans ) og nokkrar viðbætur úr Völsunga sögu. — Hér verður ekki farið frekara út í þessa sálma, en athuga þyrfti einhvern tíma öll handrit Laufás-Eddu og afstöðu Resens-Eddu til þeirra í ljósi þessarar vitneskju um hlutdeild Stephaniusar í fyrstu útgáfu þessa fræga rits. í NU vitnar Stephanius nokkrum sinnum í Snorra-Eddu. Sumar þessara tilvitnana fékk hann frá Worm; þær eru allar teknar úr Cod. Worm. og allar varðveittar í bréf- um Worms eins og hann sendi Stephaniusi þær (Bibl. Arnam. VII 353—55, 355—56; pr. í NU, bls. 19, 32—33, 58, 73—74). Þýðingar þeirra hefur Worm gert eða látið gera. Allar aðrar tilvitnanir Stephaniusar í Snorra-Eddu eru gerðar eftir handritum sem hann átti sjálfur. Aðeins ein þeirra (bls. 136) er úr Uppsala-Eddu (= Edda Sn. St. II. 1852, bls. 252—-53); íslenzki textinn er morandi af villum, og latneska þýðing- in sem á eftir kemur er ekki gerð eftir honum heldur eftir Laufás-Eddu (eða Cod. Worm.). Sést af því að ekki hefur Stephanius skilið of mikið í íslenzka textanum, því að víða ber mikið á milli. — Allar aðrar Eddu-tilvitnanir Stephaniusar eru teknar úr Laufás-Eddu hans. Sést það þegar á því að hann vitnar í Mythologiæ eða Fabulæ með sömu tölusetningu og er í Laufás-Eddu og hjá Resen, og samanburður við Resens- Eddu sýnir að íslenzki textinn kemur ávallt heim við hana (sjá NU, bls. 14, 72—73, 78, 88, 89, 93—94, 95—96; auk þess bls. 82 og 97, en þar er ekkert tilfært orðrétt). Lalnesku þvðingarnar eru cg hinar sömu og í Resens-Eddu á öllum tilvitnunum nema tveimur (bls. 14 og 88), þar sem orðalag er lítið eitt öðru vísi. Það er því sýnilega þýðing Magnúsar Ólafssonar sem notuð er á báðum stöðunum. Á einum stað í NU (bls. 94) tilfærir Stephanius 31.—32. vísu úr Völuspá með latneskri þýðingu, og er það í fyrsta sinn sem eddukvæða er getið í prentaðri bók. Uppskrift af Sæmundar-Eddu fékk hann ekki frá Brynjólfi biskupi fyrr en haustið 1645 (sjá Bibl. Arnam. VII 363 með skýringum), eftir að NU voru fullprentaðar, svo að þessi erindi, eða Völuspá alla, hefur hann fengið áður. Latneska þýðingin í NU er næstum orðrétt hin sama og þýðing Stefáns Ólafssonar á sömu erindum í út- gáfu Resens á Völuspá 1665, svo að beinast Iiggur við að álykta að Stefán hafi þýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.