Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 108
108
JAKOB BENEDIKTSSON
Ólafssonar hefur Stephanius látið gera uppskrift af Eddu með latneskri og danskri
þýðingu. Þessarar uppskriftar getur P. J. Resen í formálanum að Eddu-útgáfu sinni
1665 (bl. 1 4 r—vj, og hún hefur verið undirstaðan undir útgáfu Resens. Laufás-
Edda Stephaniusar hefur haft kaflana 48—52 í Skáldskaparmálum (Edda Sn. St. 1931,
bls. 128—34), en þá befur vantað í hina upphaflegu Laufás-Eddu svo og í þýðingu
Magnúsar, enda standa þeir ekki í Codex Wormianus og aðeins upphafið er í Uppsala-
Eddu. Þessir kaflar eru = Mythol. 69—78 í útgáfu Resens, og Resen tekur fram í
formála sínum (bl. 1 3 v) að þýðing Magnúsar Ólafssonar hafi ekki náð lengra en til
loka Mythol. 68. Eftir Laufás-Eddu Stephaniusar eru skrifuð pappírsblöðin sem skotið
er inn í Cod. Worm. (bls. 61—72), en á þeim standa einmitt þessir kaflar sem nefnd-
ir voru. Texti þeirra sýnir að þessi viðbót er runnin frá fre'mur slæmri uppskrift Kon-
ungsbókar. 1 texta Resens-útgáfunnar af þessum köflum eru hins vegar teknir upp
nokkrir leshættir úr Uppsala-Eddu (sem líklega eru runnir frá Stephaniusi eða aðstoð-
armönnum hans ) og nokkrar viðbætur úr Völsunga sögu. — Hér verður ekki farið
frekara út í þessa sálma, en athuga þyrfti einhvern tíma öll handrit Laufás-Eddu og
afstöðu Resens-Eddu til þeirra í ljósi þessarar vitneskju um hlutdeild Stephaniusar í
fyrstu útgáfu þessa fræga rits.
í NU vitnar Stephanius nokkrum sinnum í Snorra-Eddu. Sumar þessara tilvitnana
fékk hann frá Worm; þær eru allar teknar úr Cod. Worm. og allar varðveittar í bréf-
um Worms eins og hann sendi Stephaniusi þær (Bibl. Arnam. VII 353—55, 355—56;
pr. í NU, bls. 19, 32—33, 58, 73—74). Þýðingar þeirra hefur Worm gert eða látið
gera. Allar aðrar tilvitnanir Stephaniusar í Snorra-Eddu eru gerðar eftir handritum
sem hann átti sjálfur. Aðeins ein þeirra (bls. 136) er úr Uppsala-Eddu (= Edda Sn.
St. II. 1852, bls. 252—-53); íslenzki textinn er morandi af villum, og latneska þýðing-
in sem á eftir kemur er ekki gerð eftir honum heldur eftir Laufás-Eddu (eða Cod.
Worm.). Sést af því að ekki hefur Stephanius skilið of mikið í íslenzka textanum,
því að víða ber mikið á milli. — Allar aðrar Eddu-tilvitnanir Stephaniusar eru teknar
úr Laufás-Eddu hans. Sést það þegar á því að hann vitnar í Mythologiæ eða Fabulæ
með sömu tölusetningu og er í Laufás-Eddu og hjá Resen, og samanburður við Resens-
Eddu sýnir að íslenzki textinn kemur ávallt heim við hana (sjá NU, bls. 14, 72—73,
78, 88, 89, 93—94, 95—96; auk þess bls. 82 og 97, en þar er ekkert tilfært orðrétt).
Lalnesku þvðingarnar eru cg hinar sömu og í Resens-Eddu á öllum tilvitnunum nema
tveimur (bls. 14 og 88), þar sem orðalag er lítið eitt öðru vísi. Það er því sýnilega
þýðing Magnúsar Ólafssonar sem notuð er á báðum stöðunum.
Á einum stað í NU (bls. 94) tilfærir Stephanius 31.—32. vísu úr Völuspá með
latneskri þýðingu, og er það í fyrsta sinn sem eddukvæða er getið í prentaðri bók.
Uppskrift af Sæmundar-Eddu fékk hann ekki frá Brynjólfi biskupi fyrr en haustið
1645 (sjá Bibl. Arnam. VII 363 með skýringum), eftir að NU voru fullprentaðar,
svo að þessi erindi, eða Völuspá alla, hefur hann fengið áður. Latneska þýðingin í
NU er næstum orðrétt hin sama og þýðing Stefáns Ólafssonar á sömu erindum í út-
gáfu Resens á Völuspá 1665, svo að beinast Iiggur við að álykta að Stefán hafi þýtt