Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 155

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 155
FRÁ MEISTARAPRÓFI GRÍMS THOMSENS 155 ræðum en í ritgerðum, því að þar var hann stundum þunglamalegur, tyrfinn og jafn- vel óljós, eins og mistur hinnar þýzku heimspeki, sem hann hafði hrærzt í, hvildi yfir máli hans. — Þá kveður Abrahams svo að orði, að fræðastörf Gríms muni, ef hann haldi svo fram stefnunni, bera ljúffenga ávöxtu fyrir hann sjálfan, föðurlandið (vitan- lega Danmörku) og „þennan háskóla“. Að vísu má skilja þetta svo, að stofnunin muni hafa sóma af öllu því, sem þessi nemandi hennar láti síðar eftir sig liggja. En samt er ekki ósennilegt, að í þessum orðum sé líka fólgin bending til Gríms, — og var hún einmitt eðlileg frá manni með menntun og áhugamál Abrahams, — að hann ætti að stefna að því að hljóta kennarastöðu í Hafnarháskóla, þar sem ensk tunga og bókmenntir áttu engan fulltrúa. Þó að bókin um Byron lávarð sé nú úrelt, var hún merkilegt framtak, þegar hún var samin, svo litla stund sem Danir og aðrir Norður- landabúar höfðu þá lagt á ensk fræði. Grímur kaus sér aðra braut til frama, sem kunnugt er. Hann hélt ekki fram þeirri stefnu, sem Abrahams hvatti hann til. Eftir þetta ritaði hann varla neitt um franskar né enskar bókmenntir. En þær fáu ritgerðir, sem hann birti um samtíðarbókmenntir Norðurlanda (um H. C. Andersen 1855, — um Runeberg 1857), voru mikils metnar, bæði vegna þess orðstírs, sem hann hafði getið sér fyrir lærdóm sinn, og af því að þær báru að víðsýni og glöggskyggni á meginatriði af flestu því, sem þá var ritað á Norðurlöndum um hókmenntaleg efni. Á því leikur tæplega vafi, að Grímur hefði getað staðið nær því en Stephens að verða fyrsti kennari Hafnarháskóla í enskum fræðum, ef hann hefði eftir 1845 sett sér það takmark. Og því má bæta við, að þá mundi hann að líkindum smám saman hafa samið stíl sinn og framsetningu meir að engilsaxneskum smekk og anda, sem var miklu eðlisskvldari Islendingi en hin róman- tíska heimspeki Þjóðverja. Ef Grímur hefði beint ástundun sinni og hæfileikum áfram að frönskum og enskum samtíðarbókmenntum, átti hann kost á að verða sá braut- ryðjandi nýrrar þekkingar á Norðurlöndum, að Georg Brandes hefði ekki löngu síðar komið svo flatt upp á landa sína með fyrirlestrum sínum og ritum um bókmenntir Evrópu á 19. öld (Hovedströmninger) sem raun varð á. Með þessu er vitanlega ekki við það átt, að Grímur mundi nokkurn tíma hafa hlevpt öllu í bál og brand með áróðri fyrir nýjum skoðunum og stefnum né fylkt ungum rithöfundum undir merki sitt á svipaðan hátt seni Brandes. Og samt má vera, að hann hefði ekki orðið eins íhaldssamur í smekk og fráhverfur hinum nýrri stefnum, ef hann hefði fylgzt betur með þróun þeirra frá kynslóð til kynslóðar. Slikar bollaleggingar: „hefði það, sem aldrei varð,“ — geta að vísu ekki verið nema til gamans gerðar. En víst er, að Grímur stóð á vegamótum, þegar hér var kom- ið ævi lians. Hvernig mundi ferill hans hafa orðið, ef hann hefði fám árum síðar orðið háskólakennari í Höfn, lektor og prófessor? Þá hefði hann aldrei komizt í návígi við hirð Goðmundar konungs á Glæsivöllum. Þótt hann sjálfsagt vegna skap- ferlis síns hefði átt eitthvað brösótt, mundi lífsreynslan hafa orðið fábreyttari og vandaminni. Hefði leið hans þá nokkurn tíma legið aftur heim að Bessastöðum? Og ætli hann hefði þá ekki orðið að láta íslenzka ljóðagerð sitja á hakanum fyrir annars
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.