Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 73

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 73
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIR SIÐABYLTINGUNA 73 reyndar örlítils, bókasafns, sem af hagkvæmis- og kostnaðarástæðum hefur verið komið saman á einni bók. Nú vita menn fyrir sporð og höfuð fæstra þessara handrita, en þó er líklegt, að surnir þeirra manna að minnsta kosti, sem slík handrit létu gera, hafi látið gera fleiri. T. d. er það sæmilega líklegt, að Jón Hákonarson, sá er gera lét Flatevjarbók, hafi einnig látið gera og átt handrit það hið mikla, sem kallað er Vatns- hyrna og nú er ekki til nema, að vísu nokkuð stórt, brot af. Er því alls ekki loku fyrir það skotið, að þessi maður kunni að hafa átt önnur slík handrit, þó ekkert sé um það vitað nú, og að eins hafi getað verið um fleiri. En jafnvel þó svo hafi verið, myndi það nú á dögum varla vera kallað bókasafn, og mundi eftir þeim háttum, sem þá voru, naumast hafa þurft minna en 5—10 stór handrit í eigu eins eiganda til þess, að það nafn yrði um haft. Það sem nú er til af fornum íslenzkum handritum leysir því ekki úr spurningunni um íslenzk einkabókasöfn fyrir siðabyltinguna, enda þótt þau gefi óljóst hugboð um, að til kunna að hafa verið einstöku menn þá, sem hafa átt svo mik- ið bóka, að tiltækilegt væri að kalla það safn. Hér verður að geta þess, að þó að helgi- siðabækur séu hafðar með í bókatölu þeirra safna, sem taka að verulegu leyti til annarra bókategunda, þá sannar rifleg eign helgisiðabóka einna ekkert um það að um eiginlega bókasöfnun sé að ræða, því bæði var prestum og kirkjum nauðsynlegt og prestum beinlínis skylt að eiga þær,09 enda koma slíkar bækur örsjaldan fyrir í eigu leikmanna. Nú voru bækur, svo sem bent hefur verið á, metfé í þá daga, það er að segja dýrmætir gripir. Skyldi því mega ætla, að einkabókasöfn skiluðu sér í erfðaskrám og sálugjafabréfum þeirra tíða manna, eins og önnur auðæfi þeirra. Til að kom- ast ívrir endann á þessu hefur verið athuguð 31 erfðaskrá (þar í taldir máldagar, er greina efni úr erfðaskrám) og 2 skiptabréf frá árunum 1318—1563, en svo langt fram yfir siðabvltinguna hefur verið farið vegna þess, að menn, sem voru rosknir, er hún skall yfir, hafa getað lifað svo Iengi og lengur. Um skiptabréfin 2 er það að segja, að þar getur engra bóka, er hér koma til greina; þó er annað bréfið skiptabréf í dán- arbúi auðugs manns, Daða Guðmundssonar í Snóksdal, og virðist hann engar bækur hafa átt, en hins vegar getur þar þeirra tíðabóka, er Snóksdalskirkja átti.70 í 22 af erfðaskránum og sálugjafabréfunum er engum bókum ráðstafað, og eru mörg bréfin þó gerð af forríkum mönnum, t. d. Birni Jórsalafara,71 Þorsteini lögmanni Eyjólfs- syni,72 Margréti Bjarnadóttur, ekkju Hrafns lögmanns Guðmundssonar,7-" Guðna Oddssyni í Ogri,74 Þorvarði Loftssyni á Möðruvöllum,75 Torfa riddara Arasyni, ‘ 0 Einari Ormssyni, Loftssonar ríka,77 Solveigu Björnsdóttur ríku78 o. fl. Virðist þetta nokkurnvegin taka af skarið um það, að einkabókasöfn hér hafi ekki verið algeng, jafnvel ekki hjá auðugum mönnum, og bókaeign þeirra hafi annaðhvort verið örlítil eða engin. Þær erfðaskrár og sálugjafabréf, sem eru jákvæð um bókaeign, staðfesta þetta enn betur. Árið 1318 lukti Þorsteinn lögmaður Eyjólfsson Grýtubakkakirkju í testamentum föður síns bók de sanctis og matutinale frá Jóns messu baptistæ og út yfir Andrés messu.79 Árið 1397 gaf Þorbergur prestur á Staðarhrauni kirkjunni þar 1 hundrað í bókum í testamentum sonar síns;80 hér verður ekki séð, hvort bækurnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.