Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN
ATVINNULAUSIR ERU
„STÆRSTIVINNUSTAÐURINN"
Atvinnulausir eru „stærsti vinnustaður" landsins. Þetta
má lesa út úr könnun Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrir-
tæki landsins sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. At-
vinnuleysi á árinu 1994 var að jafnaði um 4,3% sem jafn-
gildir því að um 6723 manns hafi verið stöðugt á atvinnu-
leysisskrá. Til samanburðar má geta þess að
Reykjavíkurborg er stærsti vinnuveitandi landsins með
tæplega 5500 starfsmenn. Þar á eftir koma Ríkisspítalarnir
með rúmlega 2600 manns.
Atvinnuleysi er eitt af merkjum þess að íslenskt hagkerfi
sé ekki í jafnvægi. Astæðan er sú að miðstýringu er beitt í of
ríkum mæli á kostnað búskapar markaðar. Ríkið kemur til
dæmis ævinlega að samningum á almennum vinnumarkaði.
Ríkið eyðir meiru en það aflar og sogar stöðugt til sín fé úr
atvinnulífinu. Ríkið ákveður hversu mikið er framleitt í
landbúnaði. Ríkið gefur fiskinn í sjónum og ákveður í leið-
inni hversu mikinn fisk megi veiða. Áfram mætti telja.
Þrátt fyrir miðstýringaráráttu hér á landi sýnir reynslan
að búskapur markaðar og virk samkeppni samræma best
þarfir neytenda og framleiðenda. Markaðurinn er besti veg-
vísirinn á það hvað eigi að framleiða - og á hvaða verði. Fái
hann að njóta sín eykst hagvöxtur og það er einmitt hann
sem dregur úr ójafnvægi, ekki síst á vinnumarkaði. Mið-
stýring og svonefndur markaðssósíalismi hafa hvergi skil-
að árangri.
Ríkið gengur svo langt að verðleggja ekki einu sinni fiski-
miðin, helstu auðlind þjóðarinnar. Þess í stað eru fiskimið-
in gefin útvöldum útgerðum. Ofveiði fiskimiðanna stafar
eingöngu af því að búskapur markaðar hefur ekki ráðið
ferðinni. Verð fiskimiðanna hefur ekki ráðið sókninni og
veiðinni. Samt er veiðileyfagjald enn eitur í beinum flestra
stjórnmálamanna.
Þrátt fyrir hósta og stunur um þessar mundir vegna ný-
gerðs búvörusamnings er í raun ekki vilji fyrir því að leggja
niður styrki í landbúnaði og leyfa ódýran innflutning land-
búnaðarvara. Allir sjá óhagkvæmnina en fáir vilja beygja af
leiðinni. Offramleiðsla í íslenskum landbúnaði stafar ein-
göngu af því að búskapur markaðar, sem samræmir þarfir
neytenda og framleiðenda, hefur ekki ráðið ferðinni undan-
farna áratugi heldur stjórnmálamenn og hagsmunahópar.
Þegar kerfið er núna að gefa sig sést að í landbúnaði hefur
undanfarna áratugi verið framleitt atvinnuleysi ekkert síð-
ur en búvörur.
Vinnumarkaðurinn er eins og hver annar markaður háð-
ur framboði og eftirspurn. Þörfin eftir vinnuafli markast af
eftirspuminni eftir þeim vömm sem það framleiðir. Verð
vinnuaflsins ræðst einnig af verði þeirrar vöm sem seld er.
Þegar fá hagsmunasamtök og stjómmálamenn ráða því í of
miklum mæli hvað obbinn af öllu fólki fær í laun - í stað þess
að Iáta markaðinn stjórna ferðinni - vofir sú hætta yfir að
áhugi launafólks á nýjum og arðbæmm sviðum í atvinnu-
lífinu sé kæfður. Laun em einu sinni hvati til dáða.
Þrátt fyrir að hagur margra fyrirtækja hafi batnað og
fleiri störf verði til á næstu ámm í kjölfar aukinna fjárfest-
inga í einkarekstri dugir það því miður ekki til. Útlit er fyrir
að atvinnulausir verði áfram „stærsti vinnustaðurinn".
Efnahagskerfið er í ójafnvægi á mörgum sviðum. Það hefur
víða sjúkdómseinkenni - veika bletti sem hægt að lækna.
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir —
UÓSMYNDARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í
samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Seljavegur 2,101 Reykjavík, sími 515-5500 —
RITSTJÓRN: Súni 515-5616. - AUGLÝSINGAR: Sími 515-5618 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI:
Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-10. tbl. eða 521 kr. á blað
nema bókin 100 stærstu er á 999 kr. — 10% lægra áskriftarverð, 2.984 kr. ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. —
SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
5