Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 24
FRETTASKYRING
íslenska sjónvarpið hf. er komið:
STÖÐ3
MUN BÍTA FRÁ
STÖÐ2
Stöð 3 getur orðið Stöð 2 skeinuhætt. Að stöðinni standa
fjársterkir aðilar. Þeir hafa skýr markmið. Fjárfest-
ingarkostnaður er í lágmarki og lítið er tekið aflánum
ann Ámi (Samúelsson) kom
með afskaplega góða hug-
mynd sem okkur leist vel á.
En við erum aðallega með til að vera
þátttakendur í framförum, sagði Pét-
ur Björnsson, forstjóri Vífilfells,
þegar Frjáls Verslun innti hann frétta
af þátttöku fyrirtækisins í nýjustu
sjónvarpsstöð landsmanna, íslenska
sjónvarpinu hf., sem hlotið hefur
nafriið Stöð 3.
En hversu góð er hugmyndin og
hversu miklar eru framfarimar? Er
arðvænlegt eða framsækið að fara af
stað með „myndbandaleigu með
heimsendingarþjónustu" á kreppu-
tönum og á fjölmiðlamarkaði sem
sumir telja yfirmettaðan? Hversu
framsækið það er skal látið liggja á
milli hluta en svo gæti virst sem þessi
nýja stöð ætti framtíðina fyrir sér. Og
við nánari skoðun er ekki svo víst að
þessi tímasetning sé svo galin.
SAMKEPPNISAÐILAR í ÞRÖNGRISTÖÐU
RÚV býr við þröngan fjárhag og er
líklegra til að þurfa að draga saman á
MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON
næstu ámm fremur en hitt. Aðalsam-
keppnisaðilinn, Stöð 2, er nokkuð
bundinn vegna skuldsetningar og þarf
á áframhaldandi góðum hagnaði að
halda. Þótt tekjur hafí aukist í sjón-
varps- og kvikmyndahúsarekstri um
10% síðan 1991 bendir fátt til að þær
aukist með sókn nýrra aðila innan á
markaðinn. Líklegra er að aukin sam-
keppni muni draga úr arðsemi hvers
um sig. í ritinu Vísbendingu (8. sept-
ember) er velt vöngum yfir því að
með komu nýrra aðila á sjónvarps-
markaðinn muni auglýsingamarkað-
urinn þrengjast og Stöð 2 neyðast til
að lækka áskriftargjöld eða tapa
áskrifendum ella. Spáð er minnkun
tekna um 10% eða um 150 milljónum
króna á sama tíma og kostnaður muni
lítið lækka. Hagnaður eftir skatta
FRÉTTASKÝRING
Páll Hannesson
Það verður í mörg horn að líta fyrir
sjónvarpsáhorfendur eftir að Stöð 3
kemur inn á markaðinn. Hlutafé í
stöðinni er 250 milljónir. Gert er
ráð fyrir að hún þurfi um 15 þúsund
áskrifendur til að dæmið gangi upp.
muni lækka í 60-70 milljónir króna og
fjárfesting eigenda Stöðvar 2 muni því
ekki borga sig upp fyrr en að 31 ári
liðnu.
ÓDÝRARIÁSKRIFT
Helstu keppinautar nýju stöðvar-
innar eru því bundnir í báða skó og
eiga þeim mun erfiðara að mæta sam-
keppninni. Þessar aðstæður, sem og
ef spár bjartsýnismanna um batnandi
árferði standast, eru e.t.v. með þeim
hagstæðari sem ný sjónvarpsstöð
getur óskað sér. Gangi áætlanir
Stöðvar 3 upp verður það vegna þess
að þeim tekst að bjóða upp á ódýrara
efni af sambærilegum gæðum og hin-
ar stöðvamar og vegna þess að al-
menningur er spenntur fyrir að geta
horft á fleiri en eina mynd í einu.
Væntanlegir afmglarar Stöðvar 3 |
24