Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 43
■MiniB'B’IITITIIIIWiflWlliWnWMMHIMII
eins og væri við venjulega umboðs-
sölu. C. Um réttarsambandið milli
framleiðenda og sölusamtaka fer al-
farið eftir frjálsum samningum þeirra
á milli. Lokauppgjör við framleiðend-
ur fer fram fljótlega eftir einstakar
afskipanir og byggist á verði þeirrar
ákveðnu sendingar.
3. Varan er merkt sölusamtökun-
um, framleidd að þeirra fyrirsögn og
undir þeirra vörumerkjum og gæða-
eftirliti. í augum kaupenda og annarra
er þetta vara sölusamtakanna en ekki
einstakra framleiðenda.
4. Stór hluti umsýslusölu sölusam-
takanna breytist í eigin sölu þegar hún
er keypt af dótturfélögum þeirra til
frekari vinnu og/eða endursölu. Ef
gera ætti greinarmun á umsýslusölu
og eigin sölu gætu færslu- og upp-
gjörsaðferðir farið að ráða meiru um
þá skilgreiningu heldur en eðli máls.
5. Umsýslusala er tíðkuð víðar í
efnahagslífinu, t.d. í afurðasölu slát-
ur- og mjólkurafurða, heildsöludreif-
ingu mjólkurafurða, bóksölu og fl.
Líkingu við umsýslusölu má víða
finna, til dæmis í farmflutningum
(leiguskip).
6. Rangt er að tala um að sölusam-
tökin taki enga áhættu af starfsemi
sinni. Mikil samkeppni þeirra á milli
og við skyldan atvinnurekstur, aðhald
framleiðenda ofl. gera það að verkum
að þau taka á sig kostnað og áhættu
sem ekki þyrfti ef um hreina umboðs-
mennsku væri að ræða.
Fijáls verslun hefur undir höndum
álit reikningsskilanefndar Félags
löggiltra endurskoðenda frá því í nóv-
ember árið 1992 um umboðsviðskipti.
Þar segirm.a. orðrétt: „Vegnaþessa
eðlis umboðsviðskipta telur nefndin
óeðlilegt að umboðsaðili telji slíka
sölu til tekna í rekstrarreikningi sín-
um og gjaldfæri á móti vörunotkun.
Einu tekjumar sem hann hefur af
þessum viðskiptum em umboðslaun
hans og ber honum að því einungis að
færa þau til tekna í rekstrarreikningi.
Vegna þess hversu sérstök við-
skipti þeirra sölusamtaka eru, sem
hér er vísað til, verður að telja eðli-
legt að fram komi í ársreikningum
þeirra umfang þeirra umboðsvið-
skipta sem samtökin hafa haft með
höndum á tilteknu tímabili. “
Öryggisskápamir frá Rosengrens
em traust geymsla fyrir peninga,
skjöl, tölvugögn og önnur verö-
mæti. Skápamir sem em í hæsta
gæðaflokki fást í ýmsum stærðum
og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.
Bedco & Mathiesen hf,
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími 565 1000
Viltu koma á námskeið hjá okkur
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur a.m.k. eitt 4 kvölda námskeiö í
skyndihjálp í hverjum mánuöi fyrir almenning.
Þessi námskeið eru opin öllum 15 ára og eldri. Námskeiöin eru
haldin í Fákafeni 11, 2. hæö. Einnig getur deildin boöiö uppá
eftirtalin eins kvölds námskeiö:
1. „Móttaka þyrlu á slysstaö". Þetta er ágætt námskeið fyrir fólk
sem stundar óbyggöaferðir, sportsiglingar eöa dvelur á stööum,
sem ekki er hægt aö koma sjúkrabílum viö, ef slys eiga sér staö.
2. „Áfallahjálp" og stórslysasálfræöi. Oft kallað sálræn skyndi-
hjálp. Fjallað veröur um viöbrögö á vettvangi. Andlega viðrun og
hvernig megi reyna aö draga úr langtíma áhrifum vegna slysa.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 688 188 frá kl. 8-16.
Athygli skal vakin á því, aö Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiö-
beinendur til aö halda námskeið í skyndihjálp fyrir skóla, fyrirtæki
og aðra, sem þess óska í Reykjavík.
Skráið ykkur strax! Geymið auglýsinguna.
Sími: 568 8188