Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 132
FOLK
Baldvin Valdimarsson hefur unnið hjá Málningu hf. frá því hann var unglingur. Hann
tók við starfi framkvæmdastjóra í mars á þessu ári.
hér í fyrirtækinu hefur mikil
áhersla verið lögð á vöru-
þróun. Við höfum verið leið-
andi í því að koma með nýj-
ungar, vorum t.d. fyrstir til
þess að þróa terpentínu-
þynnanlega akrýlmálningu
og höfum einkarétt á
Steinvara 2000. Það er ein-
stök málning því hún er þétt
gegn slagregni en hleypir
vel í gegnum sig raka.
Fyrir fjórum árum mark-
aðssettum við umhverfis-
væna innanhússmálningu,
Kópal sem merkt er 0%, því
það er eina íslenska máln-
ingin sem inniheldur engin
lífræn leysiefni. Málningin
er lyktarlaus og er það mikill
kostur fyrir fólk sem þolir
illa málningarlykt," segir
Baldvin.
FÓTBOLTIMEÐ
VINNUFÉLÖGUM
Eiginkona Baldvins er
Laufey Hauksdóttir og eiga
þau 5 ára son og 2 ára dótt-
ur.
„Ég er mikill áhugamaður
um laxveiði og fer í veiði á
hverju sumri,“ segir Baldv-
in um frítíma sinn og tóm-
stundastörf. „Ég spila brids
á veturna með Bridsfélagi
BALDVIN VALDIMARSSON, MÁLNINGU HF.
álning hf. er
rótgróið flöl-
skyldufyrirtæki
sem stofnað var árið 1953.
Samkeppni á málningar-
markaðnum er hörð þar
sem innlendir framleiðend-
ur keppa við innflutta vöru.
Lítið hefur verið um
nýbyggingar undanfarið og
störf í byggingariðnaði eru
því mest í viðhaldi á eldra
húsnæði," segir Baldvin
Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Málningar hf.
Baldvin er 29 ára og lauk
stúdentsprófi frá Kvenna-
skólanum 1988. Hann
stundaði nám í viðskipta-
fræði með áherslu á mark-
aðsmál við University of
South Alabama og lauk prófi
árið 1993.
„Ég vann í Málningu hf. á
sumrin og í fríum frá því ég
var unglingur. Þegar ég lauk
námi ytra gerðist ég mark-
aðsstjóri í fyrirtækinu og tók
við starfi framkvæmdastjóra í
mars 1995,“ segir Baldvin.
ÞRÓA NÝJUNGAR
„Eins og flest önnur fyrir-
tæki sem tengjast bygging-
ariðnaði höfum við þurft að
leggja hart að okkur við að
halda sjó frá því niðursveifl-
an hófst á byggingamark-
aðnum upp úr 1989. Það olli
gífurlegri sveiflu í greininni
þegar nær öll stærstu hús
landsins voru byggð á sama
tíma.
Innlendur málningariðn-
aður nýtur engrar vemdar
gegn innfluttri málningu og
Reykjavíkur einu sinni í viku
og hef reynt að vera með á
stærri mótum sem félagið
stendur að. Líkamsrækt
stunda ég ekki að neinu
marki en spila fótbolta með
vinnufélögunum einu sinni í
viku. Að öðru leyti fer frí-
tími minn í að vera með fjöl-
skyldunni. Ferðir í sumar-
bústaðinn á Þingvöllum eru
fastur liður af þeirri sam-
veru,“ segir Baldvin.
132