Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 27
tapaðar tekjur. Talsmenn Stöðvar 3
staðhaefa hins vegar að þeir þurfi ekki
marga áskrifendur til að láta rekstur-
inn standa undir sér. Nákvæmar
áætlanir lágu ekki fyrir þegar greinin
var skrifuð, enda voru forráðamenn
að velta fyrir sér nýjum kosti varðandi
myndlykla og gat þar munað tals-
verðu í kostnaði. Þó hefur talan
15.000 áskrifendur verið fleygt sem
nauðsynlegt lágmark, en til viðmiðun-
ar má nefna að áskrifendur Stöðvar 2
eru sagðir vera um 45.000. Sé sú tala
rétt er Stöð 2 komin inn á 60 til 65%
heimila landsins og með nærfellt
sömu stöðu og Morgunblaðið.
SÉRVALDIR HLUTHAFAR
íslenska sjónvarpið hf. var stofnað
um síðustu ármót af Áma Samúels-
syni í Sambíóunum, Valdimari Stein-
þórssyni og dótturfyrirtæki Japis, ís-
lenskri framleiðslu hf. Síðan var hlut-
höfum fjölgað og ákveðið að hlutafé
yrði 250 milljónir króna. Helmingur
er þegar greiddur en eftirstöðvar eiga
að greiðast fyrir 31. janúar 1996. Á
hluthafafundi 31. ágúst sl. var Gunnar
M. Hansson í Nýherja kjörinn for-
maður stjómar og Ámi varaformað-
ur. Árni hefur lengi verið áhugamaður
um sjónvarpsrekstur og er sagður að-
alhvatamaðurinn að stofnun fyrirtæk-
isins.
Rekstur einstakra hluthafa getur
farið vel saman við sjónvarpsrekstur
°g að auki eru ýmsir þeirra keppi-
nautar hluthafa í Stöð 2. Þannig sagði
Hallgrímur B. Geirsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, í
samtali við Frjálsa verslun, að Morg-
unblaðið liti á loftmiðlana sem sam-
keppnisaðila á fjölmiðlamarkaðnum
°g hefði að auki áhuga á að nýta sér
komandi margmiðlunartækifæri sem
skapast við skömn á rekstri dagblaðs
°g sjónvarps. „Gert er ráð fyrir
möguleikanum á samnýtingu á rit-
stjórn Morgunblaðsins og væntan-
legra fréttaútsendinga sjónvarps-
stöðvarinnar. Við höfum þó hvorki
sett slíka samnýtingu sem skilyrði
fyrir þátttöku, né fengið vilyrði frá
öðrum hluthöfum um að svo verði. En
þúfan sem velti hlassinu var nýtilkom-
inn eignarhlutur Stöðvar 2 í DV og
Tímanum," sagði Hallgrímur.
Japis selur sjónvörp og tengdan
búnað auk hljómlistarvamings og er í
samkeppni við Skífuna. Skífan er síð-
an í samkeppni við Sambíóin og Há-
skólabíó, en þau fyrirtæki vilja nýta
þekkingu sína og sambönd á bíó-
myndamarkaðnum í þágu sjónvarps-
stöðvarinnar. Þá rennir Háskólinn
hým auga til kennslusjónvarps. Texti
hf. sérhæfir sig í að texta bíómyndir
og Elnet hf. setti upp loftnet fyrir
Stöð 2 og þessi fyrirtæki ná væntan-
lega viðskiptum við hina nýju stöð.
Aðrir aðilar em með ímyndarinnar
vegna eða til fjárfestinga, en þeirra á
meðal em Nýherji, sem m.a. hefur
umboð fyrir IBM, Vífilfell svo sem
fyrr segir, bræðumir Garðar og
Gunnar Jóhannssynir, kenndir við
Ásmundarstaði, og Kaupþing, sem á
15 miljóna króna hlut en fyrr á arum
var Kaupþing hluthafi í Stöð 2. Það er
því ekki við öðru að búast en að þessi
félagsskapur fari fram af fullri alvöru
við að koma nýrri sjónvarpsstöð á
laggimar í harðri samkeppni við Stöð
2. Því til áréttingar má benda á höml-
ur sem eru lagðar á viðskipti með
hlutabréf í íslenska sjónvarpinu hf.
eins og fram kemur í samþykktum
þess. Enginn má selja eða veðsetja
hlutabréf sín án samþykkis stjómar.
Stjóm og síðan aðrir hluthafar eiga
forkaupsrétt á bréfunum. Fjöldi hlut-
hafa skal ekki vera meiri en tuttugu.
Selji hluthafi bréf sín í blóra við þessar
reglur eru sömu bréf ógild. Þessi
ákvæði em í gildi til ársins 1999 og er
ljóst að ekki á að gefa utanaðkomandi,
faéfía að eignast meirihluta í félaginu.
/I/I/Ii *# ■#■#* # *# »■# » /
Þú nærð forskoti
þegar tæknin vinnur með þér
CS - PR0 tæknin í Ijósritunarvélum ertramtíðarlausn
fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi.
Mikil framleiðni
Sjálfvirk frumritamötun á
mesta, mögulega Ijósritunarhraða
Flokkunar- og heftibúnaður
g sem vinnur hratt og örugglega
MINOLTA
CS-PRO Ijósritunarvélar
Skreli á undan inn i framlíðina
KJARAN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR
SlÐUMÚU 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 5813022
27