Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 20
AUK/SlAk93d21-117
KAFRBflEWSLA O.JOHNSON&KAABE*
kaabei
mmmmi mmmmi
könnyjJ
íslendingar hafa notið þess að drekka Ríó kaffi
í meira en 70 ár. Það er að öllu leyti íslensk
framleiðsla því að vinnsla jafnt sem pökkun fer
fram innanlands. Ef þú kaupir Ríó kaffi leggurðu
ekki aðeins þitt af mörkum til að skapa
Islendingum atvinnu heldur færðu alltaf nýbrennt
og malað kaffi úr fyrsta flokks kaffibaunum.
Hvernig kaffi er á þinni könnu?
KAFFIS R ENNSLA 7 0 A R A
FRETTIR
FlutningsMÍðlmin Jónar:
TALAÐ ER UM
AD „FEDEXA“
Skemmtilegt orðatiltæki viðgengst í Bandaríkj-
unum við að senda hraðsendingar með fyrirtæk-
inu Fedex, Federal Express, nefnilega að Fedexa
sendingar í stað þess að pósta þær. Minnir þetta á
að faxa símbréf.
Flutningsmiðlunin Jónar er samstarfsaðili
Fedex á íslandi. Steinn Sveinsson framkvæmda-
stjóri segir ástæðuna fyrir orðatiltækinu þá hvað
sendingamar komist fljótt til viðtakenda þeirra.
Þannig ábyrgist Flutningsmiðlunin Jónar að af-
henda Fedex hraðsendingar fyrir klukkan 10:30
næsta virka dag í Bandaríkjunum. ,JEf við fáum
pakann í hendur fyrir hádegi getur sá, sem nýtir
sér þjónustuna, verið fullviss um að viðtakandi
vestanhafs geti opnað umslagið eða pakkann og
notað efriið fyrir hádegi næsta dag.“
Silicol kísilsýruhlaupið kynnt fyrir blaðamönnum á Hótel
Borg nýlega. Það er sagt draga úr of háum magasýrum og
uppþembu.
SILICOL Á HÓia BORG
Nýlega var heilsuefinið Silicol kísilsýruhlaup
kynnt á Hótel Borg. Af lýsingum að dæma eru
áhrif þess mikil og nánast um nýtt undraefni að
ræða. Ein skeið þrisvar á dag er sögð bæta melt-
ingartruflanir, draga úr of háum magasýrum, upp-
þembu, brjóstsviða, lélegum hægðum og mígreni -
svo eitthvað sé nefnt. Það hefur verið kosið vin-
sælasta heilsuefnið í Svíþjóð tvö síðustu árin.
KANINN EYÐIR
í SKEMMTANIR
Skemmtanaiðnaðurinn í Bandaríkjunum er
stór og gefur vel af sér. Bandaríkjamenn munu
eyða um 400 milljörðum dollara í skemmtun af
einhverju tagi árið 1995, eða um 8% af heildar-
neyslu.
í Kalifomíu einni hafa aukin störf í skemmtana-
iðnaði bætt upp það sem tapast hefur í geimferða-
iðnaði. Næstum 2,5 milljónir Bandaríkjatnanna
starfa í skemmtanaiðnaðinum.