Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 147
hvorki meira né minna en 180 manns í
sæti. Þjónustan er aldeilis frábær en
það, sem líklega hefur orsakað vin-
sældir staðarins, er fjölbreytnin.
Hægt er að fá rétti frá öllum helstu
héruðum Indlands.
í eldhúsinu eru starfandi mat-
reiðslumenn sem eru fulltrúar hinna
ýmsu hefða í indverskri matargerð.
Bombay er miðstöð viðskipta og
stjómsýslu á Indlandi. Þar býr fólk
allstaðar að. Frá sjónarhóli matar-
gerðarinnar er Bombay nafið í hjólinu.
Þar safnast saman á einum stað öll
eldhús Indlands. Á matseðli The
Bombay Brasserie em 58 réttir. Þar
eru vinsælir og þekktir réttir eins og
Tandoori kjúklingur, Korma og Tikka
réttir auk meðlætis eins og Naan
brauða og annars góðgætis. Á seðlin-
um em líka réttir sem eru ekki eins
algengir, eins og kjúklinga-Xacuti,
sem er kjúklingur bakaður í karrýi og
kókoshnetumjólk með mörgum mjög
sjaldgæfum kryddjurtum. Þá eru á
seðlinum mjög athyglisverðir réttir
frá Goa héraði, t.d. rækju-Balacho
sem eru þurrkaðar rækjur soðnar
með rauðum chflepipar. Þá em græn-
metisréttirnir aldeilis frábærir, sér-
I
The Bombay Brasserie
Courtfield Close
Courtfield Road
London SW7 4UH
sími 171 - 370 40 40
fax 171 - 835 16 69
staklega vil ég mæla með rétti sem
kallast Punjabi Thali. í hádeginu er
boðið upp á glæsilegt hlaðborð. Verð-
ið er mjög sanngjamt, ef miðað er við
gæðin, en aðalréttimir eru á 11 til 16
pund.
Þessi veitingastaður er ákaflega
vinsæll eins og áður sagði. Þegar
undirritaður var staddur í Lundúnum
var allt upppantað á kvöldin þrjár vik-
ur fram í tímann. Auðveldara er að fá
borðíhádeginu. Efþú, lesandi góður,
ert á leið til Lundúna og ert hrifinn af
indverskum mat skaltu endilega
heimsækja þennan frábæra veitinga-
stað The Bombay Brasserie, en
mundu, þú verður að panta borð.
Ert þú
með lánshæfa
hugmynd til eflingar
atvinnulífi ?
Við veitum
góðri hugmynd
brautargengi!
Við veitum fúslega nánari upplýsingar
um lán til atvinnuskapandi verkefna
í öllum greinum.
ö LÁNASJÓÐUR
VESTUR -NORÐURLANDA
ENGJATEIG 3 • PÓSTHÓLF 5410 • 125 REYKJAVÍK
SÍMI: 560 5400 • FAX: 588 2904
i: ú :'. . . ..
147