Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 128
ERLENDIR FRETTAIVIOLAR
SALA A LUXUSVÖRUM EYKSTIBANDARIKJUNUM
□ að getur verið erfitt fyrir stór-
tæka að kaupa lúxusvörumar í
Bandaríkjunum því það getur
m.a. tekið 6 mánuði að fá keypt veski
frá Hermés-fyrirtækinu. Chanel tak-
markar sölu til hvers viðskiptavinar
við 2 veski, þegar þau em keypt, og
Ferragamo takmarkar sölu sína við
minna en 10 hluti til hvers kaupanda.
Vegna aukinna ferðalaga og stöðugra
efnahagsástands í heiminum hefur
sala á þessum vörum aukist.
Heimssala Salvatore Ferragamo
jókst um 47%, í 327 milljónir dollara
’94, og hjá Louis Vuitton jókst sala um
19%, eða í 1,3 milljarða dollara á sama
tímabili.
Fjáðir geta fengið hálsklút á 245 dollara, regnhlíf á 450 dollara og hand-
tösku á 5.000 dollara.
Hrist upp í tannkremssölu með áherslu á betra útlit tanna.
BARÁTTA í TANNKREMSSÖLU
hrifamáttur auglýsinga og
ímyndar kemur vel fram í sam-
keppni framleiðenda tann-
krems í Bandaríkjunum. Stóm fyrir-
tækin í þessari framleiðslu eins og
Procter & Gamble Co. með Crest-
tannkremið og Colgate-Palmolive
Co., forystufyrirtækið á heimsmar-
kaðnum, sofnuðu á verðinum. Nýjir
framleiðendur komu inn á þennan 1,5
milljarða dollara markað með tann-
krem, sem m.a. inniheldur bökunar-
sóda. Áherslan er ekki einungis lögð á
að koma í veg fyrir skemmdir heldur
einnig útlit tannanna og það var sem
þessi nýju fyrirtæki á markaðnum
lögðu áherslu á. Hið litla Church &
Dwight Co. náði 10% markaðarins
’88, og Chesebrough-Pond Inc. í eigu
Unilever hefur tekist að ná 3. sæti og
11,5% hlutdeild á einu ári með Menta-
dent í sömu framleiðslulínu. Risarnir
hafa þó brugðist við með sínum útgáf-
um.
FLUGFÉLÖG
í SKÝJUNUM
ftir 5 ára lægð og samtals 13
milljarða dollara tap er áætlað
að bandarísk flugfélög muni ná
1,3 milljarða dollara hagnaði alls árið
’95. Jafnvel flugfélög eins og USAir,
sem átti í erfiðleikum fyrir nokkrum
mánuðum síðan, hefur tilkynnt um
112,8 milljón dollara ágóða á 2. árs-
fjórðungi. Ástæður þess að hagur
flugfélaganna hefur batnað er m.a.
talið betra efnahagsástand, lægra
eldsneytisverð, fá verðstríð og al-
mennur niðurskurður kostnaðar.
Efasemdarmenn telja batann leyna á
sér, þar sem hann komi í kjölfar nið-
urskurðar kostnaðar, og telja að það
taki langan tíma að hækka flugið.
Pantanir á flugvélum hafa þó aukist og
hefur Boeing fengið 203 pantanir í ár,
en þær voru aðeins 120 í fyrra.
Nú er hagnaður í fluginu.
128