Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 31
ynslóðaskipti standa fyrir dyr-
um í framkvæmdastjóm
Frjálsrar fjölmiðlunar hf. sem
gefur út dagblöðin D V og Tímann og á
Isafoldarprentsmiðju. Nýr fram-
kvæmdastjóri, Eyjólfur Sveinsson,
er að taka við veldissprotanum af föð-
ur sínum Sveini R. Eyjólfssyni, aðal-
eiganda fyrirtækisins. Eyjólfur er
aðeins 31 árs og hefur verið aðstoðar-
maður Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra undanfarin ár. Þetta er mað-
ur sem fólk í viðskiptalífinu ætti að
gefa gaum; hann mun stýra DV á vit
næstu aldar. Það verður ekki aðeins
krefjandi starf heldur þrælspennandi.
Eyjólfur Sveinsson er fæddur 4.
janúar 1964 í Reykjavík og á því sama
afmælisdag og Davíð Scheving Thor-
steinsson iðnrekandi en þennan dag
1891 dó Konráð Gíslason Fjölnismað-
ur. Hann er því samkvæmt lögmálum
stjörnuspekinnar fæddur í merki
Steingeitarinnar. Samkvæmt fræð-
unum eru Steingeitur alvömgefnar og
íhaldssamar en þó félagslyndar. Þær
vilja hafa röð og reglu á hlutunum og
eru oft á tíðum reknar áfram af gífur-
legum metnaði. Steingeitur ná oft frá-
bærum árangri í stjómunarstörfum
og í viðskiptum þótt mörgum þyki
þær sýna nokkra hörku og óbilgimi.
afkomandi verslunarmanna
Eyjólfur er annar í röð fimm barna
þeirra Sveins R. Eyjólfssonar og
Auðar Eydal. Elst er Hrafnhildur
rekstrarhagfræðingur f. 1958, næst á
eftir Eyjólfi kemur Hlédís arkitekt f.
1965, þá Sveinn Friðrik laganemi f.
1974 og loks Halldór Vésteinn f.
1978.
SveinnR. Eyjólfsson, faðir Eyjólfs,
lagði fyrst stund á læknisfræði en
sneri sér fljótlega að viðskiptum og
hefur um árabil verið meðal þeirra
atorkusömustu í viðskiptalífinu.
Sveinn er stjórnarformaður og út-
gáfustjóri DV.
Sveinn starfar á DV, Auður eigin-
kona hans, er leiklistargagnrýnandi
blaðsins og formaður Kvikmyndaeft-
NÆRMYND
Páll Ásgeirsson
Hér situr hann hestinn Kóng fyrir utan hið stórglæsilega gistiheimili
foreldra sinna á jörðinni Leirubakka í Landssveit. Þar er rekin gisting
Og ferðaþjónusta ásamt búskap. Mynd: Gunnar V. Andrésson
EYJÓLFUR
Eyjólfur er fæddur 4. janúar 1964 í Reykjavík. Hann er annar í röð fimm barna þeirra Sveins R. Eyjólfssonar og Auðar Eydal. |
Hann er verkfræðingur úr Háskóla íslands og með framhaldsnám í rekstrarverkfræði frá hinum þekkta Columbiaháskóla í New York. Á skólaárum sínum í New York bjó Eyjólfur í því víðfræga hverfi; Harlem. I
Hann hefur verið formaður í öllum skólum þar sem hann hefur stundað nám. Hann var formaður Málfundafélagsins í Verslunarskólanum, forseti Nemendafélags Verslunar- skólans, formaður Vöku og Stúdendaráðs Háskólans. Sfðast en ekki síst; formaður í heiðurssamtökum nemenda í iðnaðarverkfræði í Columbia háskóla í New York.
Stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Quality Management Enterprises í New York og var fyrirtækið fljótlega komið með nokkurt fólk í vinnu. Var frá upphafi forystumaður fyrirtækisins. Eyjólfur mun hafa hagnast nokkuð á þessum árum í New York. Fyrirtækið hefur nú verið sameinað öðru ráðgjafafyrirtæki og situr Eyjólfur í stjórn þess. I
Hefur mikla þekkingu á upplýsingatækni og tengist henni á íslandi með þátttöku í Fjarhönnun sem framleiðir m.a. Ferðavakann. Fjarhönnun er meirihlutaeigandi í High Speed Information í New York, einhverjum umsvifamesta seljanda íslenskrar upplýsingatækni á erlendri grund. Eyjólfur situr, einn íslendinga, í stjórn þess ásamt nokkrum Bandaríkjamönnum. I
Stofnaði fyrirtækið VSÓ rekstrarráðgjöf ásamt fleirum. Hefur setið i stjórn Nýherja en er hættur þar. Situr í stjórn Þróunarfélags Íslands/Draupnissjóðnum. Er stjórnarformaður Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi og varaformaður í stjórn rækjufyrirfækisins Ritur á Vestfjörðum. I
Hlaupagarpur. Hljóp nokkrum sinnum maraþonhlaup á þeim 5 árum er hann bjó í New York. |
Hefur stundað fallhlífarstökk. Fer mikið í leikhús og er alæta á kvikmyndir. Stundar hestamennsku en foreldrar hans eru á kafi í hestaíþróttinni. Á stórt og öflugt mótorhjól, Suzuki Intruder, og er meðlimur nr. 948 í Sniglunum, bifhjólasamtökum lýðveldisins. 1