Frjáls verslun - 01.07.1995, Blaðsíða 28
gi m m |
■ Sitli
MARKAÐSMAL
Birgir Þór Bieltvedt, 28 ára framkvæmdastjóri Domino’s á íslandi. „í fyrstu
var aðalmarkmiðið að gera Domino’s stærsta á pizzumarkaðnum en núna,
þegar því marki er náð, er aðalmálið að halda stöðugleikanum.“
Domino’s á íslandi í sérflokki Domino’s staða:
ER í MILUÓN
DOLLARA KLÚBBI
□ þeim stutta tíma sem liðið hef-
ur frá því fyrsti Domino’s
pizzustaðurinn opnaði á
Grensásvegi hefur Domino’s á íslandi
slegið hvert sölumetið á fætur öðru.
Af um 5500 Domino’s pizzustöðum
um heim allan er Domino’s við
Grensásveg í hópi 10 söluhæstu stað-
anna þegar tekið er mið af veltu 1994,
nánar tiltekið í 7. sæti. Búðin er í
svonefndum Milljón dollara klúbbi, en
í honum er einungis að finna þær
Domino’s búðir sem selja fyrir meira
en eina milljón dollara, um 66 milljónir
króna, á ári.
Sé eingöngu miðað við fjölda seldra
pizza á síðasta ári, og þá ekki miðað
við höfðatölu eins og yfirleitt er gert
þegar ýmis heimsmet íslendinga eru
til umljöllunar, er talið að búðin við
Grensásveginn sé í þriðja sæti. Al-
þjóðafyrirtækið Domino’s veitir verð-
laun fyrir ýmis þrep eða áfanga í
rekstri pizzabúðanna um allan heim.
Ein þeirra eru til dæmis veitt fyrir
sölu fyrstu vikuna, „World Wide Op-
ening Sales Record“. Domino’s á ls-
landi sló það met rækilega þegar búð-
in á Grensásvegi var opnuð 16. ágúst
1993, biðröðin náði langt út á götu.
Og fleiri met hafa fokið síðan. Merki
þess má sjá í formi viðurkenninga af
ýmsu tagi sem prýða veggi Domino’s
staðanna. Velta Domino’s var hátt í
200 milljónir í fyrra en virðist ætla
langleiðina í 300 milljónir á þessu ári.
Á góðum degi geta seljast allt að eitt
þúsund pizzur hjá Domino’s.
Fyrirtæki á bak við Domino’s á ís-
landi heitir Pizza-pizza. Hlutafélagið
Futura á 90 prósent í því fyrirtæki og
er með umboð og framleiðsluleyfi frá
Domino’s pizza Intemational. Á bak
við Futura standa mjög sterkir og
þekktir aðilar í íslensku viðskiptalífi;
SkúE Þorvaldsson, sem er stjómarfor-
maður, Siguijón Sighvatsson og Þor
hf., sem er í eigu Hofs hf., eignar-
haldsfélags Hagkaupsfjölskyldunnar.
Framkvæmdastjóri Futura er
Birgir Þór Bieltvedt, 28 ára gamall
viðskipta- og markaðsfræðingur.
Birgir Þór hafði nýlokið námi í Banda-
ríkjunum 1992 og hafði þá mestan
áhuga á að fara til starfa í Hong Kong.
Persónulegar ástæður gerðu hins
vegar að verkum að hann ílengdist
MYNDIR: BRAGIJÓSEFSS0N
hér heima. Hann hafði frétt af því að
eigendur Futura væm að leita að
manni til að vinna að ýmsum málum,
þar á meðal að koma Domino’s á
koppinn. Samvinna tókst með Birgi
Þór og eigendum Futura og gengu
hlutirnir þá hratt fyrir sig. í ársbyijun
1993 var gerður samningur við Dom-
ino’s International um gerð og sölu
Domino’s pizza á íslandi og 16. ágúst
opnaði búðin við Grensásveg. Síðan
hefur Domino’s opnað búð við Höfða-
bakka og 16. ágúst opnaði ný búð við
Garðatorg.
ALÍSLENSKT FYRIRTÆKI
Fijáls verslun hitti Birgi Þór Bielt-
vedt að máli á dögunum. Velgengni
fyrirtækisins á mælikvarða Domino’s
Intemational er óumdeild en hvernig
stendur fyrirtækið sig í hinni geysi-
hörðu samkeppni sem ríkir á pizzu-
markaðnum hér heima?
„Það er erfitt að fá áreiðanlegar
heimildir varðandi markaðshlutdeild
en ég tel að við séum örugglega
stærstir hér heima, ráðum yfir 20-25
prósentum af markaðnum. Salan hef-
ur aukist mjög mikið á þessu ári og allt
virðist stefna í að við verðum meðal
þriggja söluhæstu búðanna í heimin-
um, ef ekki sú söluhæsta."
„Við byijuðum þegar samdráttur
og kreppa vom í þjóðfélaginu en mjög
öflug herferð var í þá í fullum gangi og
fólk eindregið hvatt til að kaupa ís-
lenskt. Sumir keyptu ekki Domino’s
28