Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1995, Side 28

Frjáls verslun - 01.07.1995, Side 28
gi m m | ■ Sitli MARKAÐSMAL Birgir Þór Bieltvedt, 28 ára framkvæmdastjóri Domino’s á íslandi. „í fyrstu var aðalmarkmiðið að gera Domino’s stærsta á pizzumarkaðnum en núna, þegar því marki er náð, er aðalmálið að halda stöðugleikanum.“ Domino’s á íslandi í sérflokki Domino’s staða: ER í MILUÓN DOLLARA KLÚBBI □ þeim stutta tíma sem liðið hef- ur frá því fyrsti Domino’s pizzustaðurinn opnaði á Grensásvegi hefur Domino’s á íslandi slegið hvert sölumetið á fætur öðru. Af um 5500 Domino’s pizzustöðum um heim allan er Domino’s við Grensásveg í hópi 10 söluhæstu stað- anna þegar tekið er mið af veltu 1994, nánar tiltekið í 7. sæti. Búðin er í svonefndum Milljón dollara klúbbi, en í honum er einungis að finna þær Domino’s búðir sem selja fyrir meira en eina milljón dollara, um 66 milljónir króna, á ári. Sé eingöngu miðað við fjölda seldra pizza á síðasta ári, og þá ekki miðað við höfðatölu eins og yfirleitt er gert þegar ýmis heimsmet íslendinga eru til umljöllunar, er talið að búðin við Grensásveginn sé í þriðja sæti. Al- þjóðafyrirtækið Domino’s veitir verð- laun fyrir ýmis þrep eða áfanga í rekstri pizzabúðanna um allan heim. Ein þeirra eru til dæmis veitt fyrir sölu fyrstu vikuna, „World Wide Op- ening Sales Record“. Domino’s á ls- landi sló það met rækilega þegar búð- in á Grensásvegi var opnuð 16. ágúst 1993, biðröðin náði langt út á götu. Og fleiri met hafa fokið síðan. Merki þess má sjá í formi viðurkenninga af ýmsu tagi sem prýða veggi Domino’s staðanna. Velta Domino’s var hátt í 200 milljónir í fyrra en virðist ætla langleiðina í 300 milljónir á þessu ári. Á góðum degi geta seljast allt að eitt þúsund pizzur hjá Domino’s. Fyrirtæki á bak við Domino’s á ís- landi heitir Pizza-pizza. Hlutafélagið Futura á 90 prósent í því fyrirtæki og er með umboð og framleiðsluleyfi frá Domino’s pizza Intemational. Á bak við Futura standa mjög sterkir og þekktir aðilar í íslensku viðskiptalífi; SkúE Þorvaldsson, sem er stjómarfor- maður, Siguijón Sighvatsson og Þor hf., sem er í eigu Hofs hf., eignar- haldsfélags Hagkaupsfjölskyldunnar. Framkvæmdastjóri Futura er Birgir Þór Bieltvedt, 28 ára gamall viðskipta- og markaðsfræðingur. Birgir Þór hafði nýlokið námi í Banda- ríkjunum 1992 og hafði þá mestan áhuga á að fara til starfa í Hong Kong. Persónulegar ástæður gerðu hins vegar að verkum að hann ílengdist MYNDIR: BRAGIJÓSEFSS0N hér heima. Hann hafði frétt af því að eigendur Futura væm að leita að manni til að vinna að ýmsum málum, þar á meðal að koma Domino’s á koppinn. Samvinna tókst með Birgi Þór og eigendum Futura og gengu hlutirnir þá hratt fyrir sig. í ársbyijun 1993 var gerður samningur við Dom- ino’s International um gerð og sölu Domino’s pizza á íslandi og 16. ágúst opnaði búðin við Grensásveg. Síðan hefur Domino’s opnað búð við Höfða- bakka og 16. ágúst opnaði ný búð við Garðatorg. ALÍSLENSKT FYRIRTÆKI Fijáls verslun hitti Birgi Þór Bielt- vedt að máli á dögunum. Velgengni fyrirtækisins á mælikvarða Domino’s Intemational er óumdeild en hvernig stendur fyrirtækið sig í hinni geysi- hörðu samkeppni sem ríkir á pizzu- markaðnum hér heima? „Það er erfitt að fá áreiðanlegar heimildir varðandi markaðshlutdeild en ég tel að við séum örugglega stærstir hér heima, ráðum yfir 20-25 prósentum af markaðnum. Salan hef- ur aukist mjög mikið á þessu ári og allt virðist stefna í að við verðum meðal þriggja söluhæstu búðanna í heimin- um, ef ekki sú söluhæsta." „Við byijuðum þegar samdráttur og kreppa vom í þjóðfélaginu en mjög öflug herferð var í þá í fullum gangi og fólk eindregið hvatt til að kaupa ís- lenskt. Sumir keyptu ekki Domino’s 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.