Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 21

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 21
FORSÍÐUEFNI FJARFREKAR FRAMKVÆMDIR Fyrirtækið var á vissum tímamótum þegar Hildur tók við árið 1987. Mikil uppbygging hafði þá átt sér stað í framköllun- arhluta fyrirtækisins og plássið af skornum skammti. „Eg stóð fyrst og fremst frammi fyrir því að húsnæðið, sem við vorum í, var að sprengja allt utan af sér. Það var því talið ráðlegt að byggja endan- lega utan um starfsemina og hafa framköllun, lager og skrifstofur allt undir einu þaki, en áður vorum við víða í bænum. Við fórum því af 2. hæð í Skipholti í 3.300 fermetra húsnæði við Lyngháls. í nýja húsnæðinu var m.a. gert ráð fyrir 1.200 fermetra hæð fyrir framköllun- arþjónustu sem stuttu síðar varð óþörf. „Þremur árum eftir að við komum okkur fyrir í nýja húsnæðinu komst krafan um klukkustundarframköllun í algleymi og kallaði á slíka þjónustu í sjálfum verslun- unum. Sú þróun varð hraðari hér en víða erlendis og miklu stærra hlutfall hér en þar. I dag fer því sáralítil framköllun fram að Lynghálsi og er hæðin því leigð út.” Klukkustundarframköllun kallaði einnig á fleiri verslanir. „Þær voru þrjár þegar ég tók við, þ.e. í Bankastræti, Glæsibæ og i Auslurveri, en við erum með ellefu verslanir í dag. Sú síðasta var opnuð fyrir 1-2 árum.” Hildur segir klukkustundarframköllun vera mikið nýtta í dag, jafnvel þó farið væri bjóða upp á ijölbreyttari þjónustu fyrir rúmum tveimur árum með því að bjóða upp á framköll- un á misjöfnu verði eftir því hversu lengi beðið var eftir henni. MIKLA TRÚ Á AÐ UMBUNA FÓLKINU „Eg er ekki tæknilega sinnuð, en hugsa því meira um reksturinn og hvaða aðferðum hægt sé að beita við að reka fyrirtæki. Þar legg ég áherslu á valddreifingu, þ.e. að treysta fólki fyrir verkefnum og gefa því kost á að spreyta sig. Það hefur reynst mjög vel. Eg blanda mér þó líka í daglega stjórn- un en geri ekki tilraun til þess að fylgjast með öllum starfs- mönnunum heldur met frekar árangurinn sem kemur út úr hverri einingu." Hildur notar frammistöðumat fyrir alla starfsmenn sína og umbunar þeim samkvæmt því. Yfirmenn viðkomandi starfs- manna setja þeim ákveðin markmið fyrir árið og verkefni sem síðan er fylgt eftir. „Eg hef mikla trú á því að umbuna fólki í launum ef það stendur sig vel. Fólk sofnar frekar á verðinum ef það fær sín föstu laun hvort sem vel eða illa gengur.” MANNLEGI ÞATTURINN VILL GLEYMAST Fyrirtækinu er skipt niður í heildsölu og smásölu og heild- salan skiptíst svo aftur í tvennt. „Það er annars vegar heildsala til endursöluaðila, mest filmur, myndavélar, myndbandsspólur og rafhlöður á neytendamarkað, og hins vegar heildsala tíl fyrirtækja eins og prentsmiðja, ljósmynd- ara, spítala og kvikmyndagerðarmanna,” sagði Hildur. Auk hennar eru því yfir- menn fyrirtækisins tveir deildarstjórar heildsöludeildarinnar, deildarstjóri smá- söludeildar og fjármálastjóri. Hildur segist ekki hafa daglegt eftírlit með þessum yfirmönnum en vinnur þó í nánu samstarfi við þá. „Það er mjög erfitt að vinna öll verk sjálfur, gott dæmi er þetta með tæknina. Það gerist svo margt og mikið í sambandi við tæknina og auðvitað verður maður að átta sig á því að nauðsynlegt er að hafa sérfræðinga með sér á ýmsum sviðum og notfæra sér þá. Eg reyni því alltaf að vera með fólk í kringum mig sem ég tel hæft og mér gengur vel að vinna með. Eg tel að algeng mistök stjórnenda fyrirtækja felist í þess- um óáþreifanlega hluta sem snýr að mannlega þættinum. Það þarf að huga að því að starfsfólkið sé vel upplýst og menntað til að gera það sem það er ráðið til að gera. Þá á ég bæði við vöruþekkingu og þjónustu en vandamálið snýr oftar að þjónustunni þótt þar hafi orðið stórstígar breytingar hér á landi síðustu 5 árin.” Sjálf sendir hún allt sitt sarfsfólk á byrj- endanámskeið sem tengist sölu og þjónustu. REGLULEG GÆÐAKÖNNUN Önnur stjórnunaraðferð, sem Hildur hefur lagt áherslu á, hefur með gæðamál fyrirtækisins að gera. „Þar hefur þjónust- an við viðskiptavininn skilað sér einna best. Við erum t.d. með sérstakar mælingaraðferðir á þjónustunni í verslununum, þ.e. fáum utanaðkomandi aðila til þess að mæla hana mánaðarlega og meta starfsfólkið eftír fyrirfram ákveðnum stöðlum. Þar er t.d. komið inn á hvernig starfsfólkið skuli taka á móti viðskiptavini, þjónusta hann á meðan á viðskiptunum stendur og hvernig það skuli beita ákveðinni sölumennsku sem því hefur verið kennd og upplýsir um leið viðskiptavininn um það sem í boði er. Starfsfólkið var með í því að semja staðlana og er því meðvitað um matið. Það fær svo laun í samræmi við útkomuna. Þetta hefur reynst okkur mjög vel og eflt mjög gæðaanda starfsfólksins. Af og til er stöðlunum svo breytt til að blása nýju lífi í verkefiiið.” Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að stundum þurfi að breyta nánast breytinganna vegna til að halda sér og öðrum við efnið og fríska fólk upp. „Einn liður í því er t.d. að færa verksvið á milli deilda og að flytja tíl fólk innan fyrirtækisins HLAUT VIÐURKENNINGUR JAFNRÉTTISRÁÐS Hildur viðurkennir að stjórnunarstíll hennar einkennist að einhveiju leyti af því að hún sé kona. „Við fengum t.d. viðurkenningu frá Jafnréttisráði fyrir tveimur árum síðan. Við vorum tekin svolítið út og skoðað hvað við höfðum gert í jafn- HEILRÆÐI! 1. Látiö þarfir viöskiptavina ætíö ráða ferðinni. 2. Geriö þaö sem þiö kunniö best. 3. Umbunið fólki í launum - ef þaö stendur sig vel. 4. Hafið ekki aðeins hæft fólk í kring- um ykkur • heldur líka fólk sem ykkur gengur vel að vinna með. 5. Dreifið valdi. Þaö er ekki hægt að gera allt sjálf! 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.