Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 22

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 22
FORSÍÐUEFNI réttismálum og þá kom ýmislegt í ljós sem við höfðum kannski ekki verið að gera meðvitað en þótti sjálfsagt. 60% af 20 stjórnendum fyrirtækisins eru t.d. konur og þau 60% hald- ast jafnvel þótt við förum ofar í pýramídann. Eina jafnréttis- stefnan, sem verið hefur við lýði hér, er að velja alltaf hæfasta fólkið í hvert starf. Sú stefna hefur leitt þessa skiptingu af sér þannig að segja má að konur hljóti að vera nokkuð hæfar.” Könnun Jafnréttisráðs leiddi ennfremur í Ijós að óvenju vel væri tekið á því þegar fólk þyrfti að vera heima vegna barna sinna sem e.t.v. tengist þeim íjölda kvenna sem gegnir stjórn- unarstöðum hjá fyrirtækinu. MIKLAR BREYTINGAR FRAM UNDAN Fyrirtækið gengur vel í dag en til að svo verði áfram er mikilvægt að fylgjast með og taka þátt í framförum. Ýmsar tæknibreytingar eru t.d. fram undan á ljósmyndamarkaðnum sem Hildur segist frekar líta á sem tækifæri en ógnun. „Þetta eru einhverjar þær mestu breytingar sem orðið hafa í áratugi. Við vitum auðvitað hvað framköllun og filmur eru í dag og hvernig við eigum að koma því á framfæri en þarna eru að koma upp nýjungar eins og myndavélar með nýrri tegund af filmu sem Kodak og aðrir myndavélaframleiðendur hafa tekið höndum saman um að þróa. í dag eru reyndar komnar myndavélar með engum filmum í, þ.e. rafrænar, en gæði útprentunar slikra mynda eru ekki eins mikil og fólk á að venjast svo verið er að fara þetta millistig og þróa nýja filmu og nýtt myndavélakerfi. Það verður svo e.t.v. brú inn í nýja framtíð með rafrænum myndavélum. Við erum þarna að tala um minni og nettari myndavélar en tíðkast hefur og filmu sem ekki þarf að þræða. Á þessum vélum er líka hægt að velja myndastærðir þegar verið er að taka myndina og Panorama formið, þ.e. breiðar myndir. Við kynntum þetta fyrir fermingarnar og viðtökurnar hafa verið ágætar. Fólki finnst þetta spennandi nýjung, enda ekkert nýtt komið á markað lengi.” MYNDIR Á INTERNETINU Hildur segir að innan skamms, sennilega í sumar, verði fólki einnig boðið upp á að fá myndirnar sínar sendar heim á Internetinu. „Þótt enn sé það mjög ríkt í fólki að sjá mynd- irnar á pappír og setja þær inn í albúm til að njóta þeirra með öðrum er að vaxa upp ný kynslóð sem hefur alist upp með tölvum og vill e.t.v. sjá meira og minna allt á tölvuskjá.” Aðspurð sagði hún þessa nýju þjónustu ekki kalla á mikla ljár- festingu en Hans Petersen er með þeim fyrstu í heiminum til að bjóða upp á hana. Svokallaðar myndbreytingar, það að skanna myndir inn í tölvu, laga þær til, breyta þeim og prenta þær út, eru einnig skemmtileg nýjung. „Það eru komin mjög ódýr og aðgengi- leg forrit sem fólk getur notað heima til þess að gera svona hluti og við bjóðum nú þegar upp á þau í verslunum okkar.” Framtíðin felur, að sögn Hildar, einnig í sér aðra nýjung, það er að fólk visti myndirnar sínar í alheimsmyndabanka Kodak í Bandaríkjunum. „Það er öruggara og ódýrara að geyma mynd- irnar þar í tölvutæku formi en að geyma þær á diskettu eða hörðum diski í heimahúsi. Með þessu móti er hægt að varðveita þær mjög vel. Við komum til með að bjóða upp á slíka þjónustu en það eru þó sjálfsagt 1-2 ár í að það verði að veruleika.” S9 Nýja vörulínan frá SS sem er að koma á markað þessa dagana. Þetta eru framandi réttír undir vörumerkinu „Askur viðförli”. Þeir hafa verið í þróun í eitt ár. Þeir eru tílbúnir tíl eldunar en 1944 línan er tílbúin til upphitun- Mynd: Kristján Maack. að eru tvær stórar ákvarðanir sem standa upp úr hjá okkur á síðustu árum. I fyrsta lagi að hætta smásölu- verslun og einbeita okkur að framleiðslu og í öðru lagi að selja Laugarneseignina og flytja verksmiðjuna á Hvols- völl. Þetta voru mjög afdrifaríkar og stórar ákvarðanir sem sagan sýnir að hafa sem betur fer reynst réttar,” sagði Stein- þór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, en fyrirtækið varð 90 ára í janúar s.l. Fyrirtækið er óþarft að kynna því allir landsmenn þekkja SS pylsurnar og hin síðustu ár 1944 réttina fyrir „sjálfstæða Islendinga” sem e.t.v. eru hvað þekktustu vörur fyrirtækisins. Sláturfélagið var rótgróið fyrirtæki þegar Steinþór kom þar inn sem framleiðslustjóri seinni hluta árs 1984 og byggði, STÖDUGT BR Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir ad sú SS - þótt fyrirtækiö að hans sögn, á sterkri framleiðslu- og söluhefð. „Það var með sterka markaðsstöðu en var líka að keppa á smásölumarkaði sem þá var að breytast.” Smásöluverslanir félagsins voru á árum áður flestar níu talsins og sláturhúsin sjö. Hlutverk Steinþórs var í fyrstu að sjá um slátrun og framleiðslu en það breyttist hins vegar árið 1988 þegar hann tók við stöðu for- stjóra og tók þátt í endurskipulagningu rekstursins. TAP Á SMÁSÖLUVERSLUN „Félagið var þá komið í mikla erfiðleika. Við vorum að tapa á smásöluversluninni og margir okkar voru þeirra skoðunar að félagið gæti ekki bæði verið að selja smásölukaupmönnum 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.