Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.04.1997, Qupperneq 28
FORSÍÐUEFNI lagsins og efnahag. Markaðshlutdeildin hafði aukist og búið var að fá nýtt fjármagn inn i félagið. Hins vegar var komið að því að endurskoða og bæta innri uppbyggingu fé- lagsins, heíja skipulagt starf í því að móta félaginu framtíð- arstefnu og hel]a enduruppbyggingu á starfsaðstöðu þess, einkum á Reykjavíkursvæðinu,” sagði Einar. Eitt af því fyrsta sem hann tók sér fyrir hendur var því að skilgreina hlutverk félagsins og móta því nýja stefnu til næstu 3-5 ára. „Við fylgjum henni í meginatriðum en auð- vitað þarfnast hún endurskoðunar á hveijum tíma með hliðsjón af breyttum aðstæðum.Við tökum hana því til endur- skoðunar og gagnrýninnar umfjöllunar a.m.k. einu sinni á ári, einkum í tengsl- um við áætlanagerðina og setjum okkur þá framkvæmdaáætlun til eins árs í senn. Jafnframt voru gerðar töluverðar skipulagsbreytingar á starfsemi félags- ins.” MARKAÐSSTARF EFLT Skipulagsbreytingarnar fólust m.a. í því, að sögn Einars, að áður lagði fyrir- tækið of mikla áherslu á að sinna sjálfu sér, með framkvæmdum og almennum innri rekstri í formi viðhalds og dreifingar, en einbeitti sér, að hans mati, ekki nægilega að markaðsstarfsemi. „Við höfum alveg umbylt því með því að breyta stjórnskipulag- inu þrisvar sinnum á fjögurra ára tímabili. Síðasta skrefið var stigið í mars síðastliðnum með nýju stjórnskipulagi sem þá tók gildi og leggur megináherslu á markaðsstarf.” Fyrsta breytingin fólst, að sögn Einars, í því að kort- leggja ríkjandi ástand til að fá fram skýrari línur. Með næstu breytingu var meiri áhersla lögð á að gera fyrirtæk- ið betur markaðsdrifið og auka þjónustu við þá viðskipta- vini sem fyrir voru. Þriðja og síðasta breytingin fólst í því að leggja enn meiri áherslu á markaðsstarf með því að skipta markaðssviðinu niður í þijú sjálfstæð svið. „Vald- dreifingin í félaginu var einnig aukin verulega með því að breikka þá stjórnunarspönn sem fyrir var. Nú heyra t.d. átta aðilar með sérhæfð verkefni beint undir forsljóra en til samanburðar heyrðu einungis þrír aðilar undir forstjóra fyrir þremur árum. Olís var fyrsta fyrirtækið á Islandi til að taka upp það skipulagsform sem við styðjumst við en það á að tryggja betur samskipti innan fyrirtækisins. I stað þess að samskiptin séu einungis upp og niður á skipuritinu eru þau einnig efld á milli deilda og ganga því þvert á hefð- bundnar boðleiðir.” AUKIN ÞJÓNUSTA „Auk þess að hafa lagt aukna áherslu á allt markaðsstarf lögðum við einnig megináherslu á að auka og bæta þjón- ustuna við núverandi viðskiptavini, bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Fyrirtækin eru stærstu viðskiptavinir okkar og þar af eru fiskiskipaútgerðir landsins langstærsti viðskiptavinahópur félagsins. Sem dæmi má nefna að félag- ið selur árlega tæplega 200 þúsund tonn af eldsneyti og af því eru um 35 þúsund tonn bensín, eða innan við 20%. Und- anfarin tvö ár höfum við haslað okkur völl í sölu hreinsi- búnaðar og hreinsiefna fyrir útgerð og fiskvinnslu en hugs- unin með því er að bjóða þessum viðskiptavinum okkar upp á heildarlausn á þessu sviði. Yið höfum einnig mótað nýja stefnu við uppbyggingu okkar einstaklingsmarkaði með því að breyta hefðbundn- um bensínstöðvum í alhliða þjónustustöðvar fyrir allt sem lýtur að daglegri þörf neytenda. Um leið höfum við endur- byggt stöðvarnar og skipt urn allan tæknibúnað, dælur, sjálfsala og afgreiðslukerfi. Því starfi er í þann mund að ljúka á Reykjavíkur- svæðinu og þá komum við til með að snúa okkur að landsbyggðinni. Jafn- framt höfum við síðustu misseri unnið að gagngerri endurskipulagningu á öllu birgða- og dreifingarkerfi félagsins.” TRAUSTOG GOTT STARFSFÓLK „Það er kannski mesti auður þessa fyrirtækis að það hefur haft í sinni þjón- ustu mikið af góðu og hæfu starfsfólki sem sýnt hefur því sérstaklega rnikla tryggð til lengri tíma. Félagið hefur not- ið þess í gegnum mörg erfiðleikaskeið. Þegar ég byijaði að starfa hér var t.d. fjöldi fólks með 25-50 ára starfsaldur,” sagði Einar. Innri endurskipulagning félagsins fól einnig í sér endur- skipulagningu starfsmannahalds, verkaskiptingu fólks og breytingu á ábyrgðarsviðum og völdum einstaklinga en starfsmenn Olís eru um 300 talsins. „Auðvitað hafði þessi langi starfsaldur í för með sér ákveðna hefð í vinnubrögð- um og viðhorfum starfsmanna og þá er alltaf ákveðin hætta á stöðnun í starfsskipulagi og vinnuferlum. Það var því mjög vandmeðfarið að finna það jafnvægi að nýta mikla og góða reynslu fólks en fá það um leið til þess að taka þátt í endurnýjun á sínum störfum og viðfangsefnum. Við ákváðum að breyta skipulaginu töluvert og lögðum m.a. ríka áherslu á að efla sjálfsgagnrýni og þjónustuvitund starfsfólksins svo og sölumennsku. I því sambandi höfum við boðið upp á námskeið, breytt starfslýsingum og aukið samskipti starfsfólksins innan fyrirtækisins.” Erfiðast segir Einar að hafi veríð að skapa tiltrú starfs- fólksins á nýrri stefnumótun félagsins á sama tíma og tek- ist var á við miklar skipulagsbreytingar. „Það er ekki auð- velt að umbylta starfsvenjum og hefðum og halda jafnframt tryggð og trausti starfsmannanna. Það mikilvægasta við stjórnun er að mínu mati, að halda uppi góðum mannleg- um samskiptum. Sjálfur legg ég mikið upp úr því að treysta fólki og fá tilfinningu fyrir dómgreind minna nánustu sam- starfsmanna. Eg tel einnig nauðsynlegt að menn nái þeim þroska í starfi að geta haldið uppi virkri sjálfsgagnrýni og þoli jafnframt gagnrýni annarra sér til lærdóms. Ef hægt er að halda uppi góðum rökræðum geta skrýtnustu hug- myndir oft kallað fram bestu lausnir á vandamálum.” BYLTING í UPPLÝSINGASTREYMI Töluverð breyting varð einnig á öllum vinnuferlum í tengslum við nýtt upplýsingakerfi sem byrjað var að taka í HEILRÆÐI! 1. Skilgreinið hlutverk fyrirtækisins. 2. Endurskoðið markmið og leiðir með hliðsjón af breyttum aðstæðum. 3. Dreifið valdi. 4. Nýir viðskiptavinir eru mikilvægir. En aukið þjónustuna ekki síður við þá viðskiptavini sem fyrir eru. 5. í andstreymi leynast tækifæri. Finnið nýjar leiðir og sækið ■ sókn er besta vörnin. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.