Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 32

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 32
FJÁRMÁL ÞAU STÆRSTU! Hérgeturþú lesið um tíu stærstu einstöku viöskiþti meö hlutabréfí íslensku viö- skiþtalifi á siöustu árum. Þau stærstu eru auövitaö kauþ Landsbankans i VIS. FRÉTTASKÝRING: JÓN G. HAUKSSON TIU UMFANGSMESTU VIÐSKIPTIN MEÐ HLUTABREF KAUP LANDSBANKANSIVIS; UM 3,4 MILUARÐAR Kaup Landsbankans á helmingshlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins í VÍS og LÍFÍS hinn 14. mars sl. á 3,4 milljarða króna eru stærstu einstöku viðskipti með hluta- bréf í íslensku viðskiptalífi. Bankinn skellti ekki 3,4 milljörðum á borðið við undirskrift samningsins föstudaginn 14. mars sl. held- ur kaupir hann hlutinn í nokkrum áföngum á næstu tveimur árum til að standast á hveijum tíma svonefndar BlS-reglur um hlutfall eigin- ijár. Brunabót fær um 300 milljónir í vaxtatekjur á þess- um tveimur árum af eftirstöðvum hveiju sinni vegna fyrirkomulags kaupanna. Þessi risavaxna sala þýðir að Brunabót hefur ávaxtað hlut sinn í VIS um 28% á ári á síð- ustu átta árum. Nýjustu fréttir af þessari stóru sölu eru þær að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hef- ur krafist gagna um söluna með tilliti til þess hvort hún standist samkeppnisreglur á Evrópska efna- hagssvæðinu um kaup í fyrirtækjum. Hönd í hönd - og samningur í höfn. Hér eru rakin tíu umfangsmestu viðskipti með hlutabréf á Islandi hin síðari ár. Landsbankinn kemur við sögu í tveimur stærstu málunum með kaupunum á helmingnum í VIS í mars sl. og á Samvinnubankanum á árinu 1990. KAUP LANDSBANKANS A SAMVINNUBANKANUM; UM 2,0 MILUARÐAR Hafi föstudagurinn 14. mars sl. verið sögulegur dagur vegna undirskriftar í Landsbankanum þá markaði föstudag- urinn 1. september árið 1989, fýrir bráðum 8 árum, ekki síð- ur tímamót í bankanum. Þann dag skrifaði Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbankans, undir kaup á 52% hlut Sambandsins í Samvinnubankanum á um 828 milljónir króna en nafnverð hlutarins var um 180 milljónir króna. Sölugengi bréf- anna var því um 4,6. Landsbankinn keypti síð- ar af öðrum hluthöfum í bankanum á sama gengi og eignaðist þar með allan Samvinnu- bankann á um 1.592 milljónir króna. Framreiknað jafngildir þetta kaupverð um 1.960 milljónum á núverandi verðlagi. KAUP SH 0G BRUÐARÁSS í ÚA; UM 1,4 MILLJARÐAR Fjárfestingarfélag Eimskips, Burðarás hf., og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, keyptu á síðasta ári hlutafé fyrir um 1.397 milljónir í ÚA, Útgerðarfélagi Akureyringa. Þar af var Burðarás með 892 milljónir og SH með um 505 milljónir. Kaupin voru að vísu ekki í einu lagi en þau tengdust sölunni á hlut Akureyrarbæjar og tveimur hlutabréfaútboðum í ÚA á síðasta ári. Þetta var engu að síður hugsað allt sem einn pakki. Fleiri íjárfestar voru með SH og Burðarási í þessum kaupum, eins og Hampiðjan og Skeljungur - en Hamp- iðjan átti þó íyrir í fyrirtækinu. Með kaupunum náðu Burðarás og SH yfirhöndinni í ÚA - en rekja má þessi kaup til ársins 1995 þegar SH og Islenskar sjávarafurðir tókust mjög á um sölu- mál ÚA. Þar hafði SH betur. Þess má geta að hlutabréfakaup Burðaráss í ÚA á síðasta ári, um 892 milljónir, voru stærstu einstöku lilutabréfakaup Burðaráss á síðasta ári - og raunar frá upphafi. ■a——— H aaw 32

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.