Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 38

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 38
Sigurður situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka. Hér sést hann á aðalfundi SH nýlega. FV mynd: Geir Ólafsson. Dsfélag Vestmannaeyja er 95 ára og elsta frystihús landsins sem enn starfar. Það er í hópi stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækja landsins. Þótt misvel hafi árað í sjávarútvegi og fiskvinnslu stendur Isfé- lagið traustum fótum, þar vinna tæplega 300 manns og fyrirtækið ræður yfir 7.034 þorskígildistonnum og gerir út skipin Alsey, Bergey, Gígju, Guðmund, Sigurð, Heimaey og Antares. ísfélagið seldi nýlega 10% hlut sinn í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrir 740 milljónir króna. Það er hinsvegar meðal stærstu einstakra hluthafa í Tryggingamiðstöðinni hf. með 7.3% hlut. Tryggingamiðstöðin, sem á 40 ára afmæli um þessar mundir, er öflugt fyr- irtæki, sem var rekið með 237 milljóna hagnaði á síðasta ári, og á hlutabréf í fjölda fyrirtækja, bæði í sjávarútvegi og annars staðar og komst í fréttir á síðasta ári þegar TM keypti 30% hlut í Heklu hf. ELDRIS0NUR EINARS „RÍKA“ Maðurinn, sem situr í stól forstjóra ísfélagsins, er þriðji í röð 10 systkina. Hann heitir Sigurður Einarsson og er sonur Einars Sigurðssonar, útgerðaijöf- urs og athafnaskálds, sem oftast var kallaður Einar ríki og var þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Þó að Sigurður hafi ekki, enn sem komið er erft nafnbótina „ríki“ eftir föð- ur sinn er óhætt að fullyrða að hann er enginn eftirbátur hans á sínu sviði því hann telst hiklaust til efnuðustu manna landsins. Sigurður er stærsti einstaki hluthafinn í Isfélagi Vestmannaeyja með Sigurdur Einarsson forstjóri Isfélags Vestmannaeyja er í hóþi ríkustu manna fööurleifdar sinnar vel Siguröur er nafntogaöur innan atvinnugreinarinnar fyrir Vestmannaeyja og tæpan fjóröung í Tryggingamiöstööinni hf Hann er hlédrœgur

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.