Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 39

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 39
NÆRMYND um 80% hlut eftir að hafa keypt öll systk- ini sín út. Auk þess á ijölskyldufyrirtæki hans, Fram hf., 24.3% hlut í Trygginga- miðstöðinni og er langstærst einstakra hluthafa þar. Miðað við gengi hluta- bréfa í Tryggingamiðstöðinni um þess- ar mundir má meta félagið á rúma 3.6 milljarða króna. Auk þessa hefur Sigurður og/eða Is- félagið Ijárfest víðar í sjávarútvegi und- anfarin ár og er skemmst að minnast þess þegar stór hlutur í Krossanesverk- smiðjunni við Eyjafjörð komst í hans eigu á síðasta ári en þá keypti hann ein- nig hlut í nýstofnaðri loðnuverksmiðju á Fáskrúðsfirði. Sigurður er fæddur í Reykjavík 1. nóvember árið 1950. Flann er því fædd- ur undir merki Sporðdrekans sem er sagt að sé dulur, skapmikill og stefnu- fastur. Sporðdrekar eiga að hafa mesta sjálfsstjórn allra en búa yfir gífurlegum metnaði og þolinmæði ef marka má skilgreiningar himnarýna. 1. nóvember er allraheilagramessa sem er forn hátíðisdagur og þá skyldu menn gefa fátækum ríkulega af mat sín- um. Þennan dag 1845 hófust veðurat- huganir í Stykkishólmi, 1918 hætti Katla að gjósa, 1928 var Hvítárbrúin í Borgarfirði vígð og 1991 var Hvíti vík- ingurinn eftir Hrafn Gunnlaugsson frumsýndur. Sigurður deilir afmælisdegi sínum með Jóni Sigurbjörnssyni leikara, Hrafni Jökulssyni ritstjóra og ijórburun- um í Mosfellssveit. Foreldrar Sigurðar voru Sólborg Svava Ágústsdóttir húsmóðir f. Sigurður Einarsson forstjóri ísfélagsins stjórnar með því að vera í stöðugu og lifandi sambandi við alla þættí fyrirtækisins og er fastagestur á bryggjunum í Eyjum. Hér sést hann á tali við sína menn á bryggjunni. Frá vinstri: Sigurður Einarsson, Hörður Jónsson, skipstjóri á Alsey VE, Friðrik M. Sigurðsson út- gerðarstjóri og Elías Jensson, 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Alseynni. FV mynd: Sigurgeir Jónasson. AÐUR LANDSINS á Islandi. Hann er sonur Einars„ríka“ Sigurðssonar í Eyjum og hefurgætt styrka stjórn, ákveöni og stefnufestu. Hann á persónulega a.m.k. 80% í Isfélagi maóur sem kastljós fjölmiðla beinist sjaldan aö en hér birtist nærmynd afhonum. 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.