Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 42

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 42
NÆRMYND Sigurður er orðlagður íyrir skipulögð vinnubrögð og vinnusemi. Hann segir iðulega við kunningja sína að það sé lít- ið að gera og þeir, sem síður eru skipu- lagðir, vita aldrei hvort hann talar í gamni eða alvöru. Sigurður dregur helst ekki til morguns það sem gera má í dag. Ef hópur manna tekur að sér verk sam- eiginlega er hann jafnan fyrstur til að skila af sér. Hann gengur ekki með fíló- fax og sést aldrei skrifa neitt hjá sér, s.s. fundartíma eða þessháttar, og veit alltaf hvaða tíma hann hefur lausan þegar ákveða þarf fund. Hann er manna stundvísastur og gleymir aldrei fundi. Sigurður er meðal stærstu atvinnu- rekenda í Vestmannaeyjum. Hann setur sig ekki á háan hest gagnvart starfsfólki sínu og er þekktur fyrir það hve alþýð- legur hann getur verið við sitt fólk. Til er saga af Sigurði um það þegar hann hafi verið prúðbúinn á leið í veislu og séð starfsmenn sína sem þurftu á að- stoð að halda. Sigurður fékk lánuð stíg- vél í snatri og óð í slorinu í smókingnum og hélt svo áfram í veisluna. Sumir segja að þetta sé dæmi um valddreifingu og afslappaða stjórn en aðrir halda hinu gagnstæða fram. Þeir segja að Sigurður sé í raun með 100% yf- irsýn og sé óþarflega stjórnsamur á sinn hægláta og ýtna hátt. LÍFSTÍLL ÞEIRRA RÍKU Sigurður Einarsson er meðalmaður á hæð, grannvaxinn og þunnhærður með gleraugu. Hann talar lágt, er prúður í framkomu, hófstilltur og virðist hlé- drægur. Sigurður er formfastur og al- vörugefinn við ókunnuga og sýnist hlé- drægur en í hópi kunningja slakar hann á og hefur þá oftlega uppi gamanmál og flím. Sigurður berst ekki mikið á í sínum persónulega lífsstíl þó að hann sé meðal auðugustu manna landsins. Fyrstu árin eftir að Sigurður flutti til Vestmannaeyja bjuggu þau hjónin í blokk við Folda- hraun, þaðan fóru þau á sérhæð við Smáragötu og fyrir rúmum 10 árum í einbýlishúsið við Birkihlíð. Hús þetta er meðal þeirra reisulegustu í bænum, byggt í kringum 1950 og var áður í eigu Björns Guðmundssonar útvegsbónda. Björn var stjórnarformaður Isfélagins og mikill vinskapur var með þeim Sig- urði. Sigurður og Guðbjörg eiga tvo bíla, 10 ára gamlan BMW, sem Guðbjörg not- ar, og roskinn VW Golf sem Sigurður ferðast á og er ekki beinlínis dæmigerð- ur forstjórabíll. Vegna starfa sinna ferð- ast Sigurður talsvert og þegar hann er í Reykjavík býr hann í lítilli blokkaríbúð sem þau hjón eiga við Háaleitisbraut og ferðast um á öðrum VW Golf sem hann áþar. Þetta eru eiginleikar sem kalla má nísku, aðsjálni, peningavit eða hófsemi, allt eftir því hvað við á. Þannig er því far- ið með flesta mannlega eiginleika að þeir skipta um lit eftir viðhorfi og skoð- unum skoðandans. Þannig getur stefnu- festa líka verið íhaldssemi, gætni í fjár- málum níska, rökfesta og einbeitni verða stífni og þannig mætti lengi telja. SYNDIR 0G SK0KKAR Sigurður lifir sérlega reglusömu og reglubundnu lífi. Hann reykir ekki og hefur aldrei gert en lyftir léttvínsglasi „pro forma“ í matarboðum. Hann fer í sund á hveijum morgni og spjallar við aðra fastagesti í heita pottinum. Hann skokkar sér til heilsubótar og er félagi í trimmhópi sem skokkar saman með nokkuð reglulegum hætti. Hann er mikill ijölskyldumaður og synir hans eru mjög rnikið með honum á ferðum hans um bryggjur og báta í Eyjum. Átt þú þetta hús? Ef ekki... imou Voukatti á íslandi ... láttu DRAUMINN rcetast Kjarrhólmi 28, 200 Kópavogi sími 896 6335, fax 554 6335 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.