Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 53

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 53
ÞAÐ STANSA FLESTIR í ST4ÐARSKALA „Það stansa flestir í Staðarskála," segir gam- alkunnugt slagorð staðarins. Ferðamátinn hefur breyst og hraðinn aukist en að sögn Kristins Guðmundssonar munar mestu um aukna land- flutninga í kjölfar samdráttar í strandflutningum. Vörubílstjórar eru vanir því frá fornu fari að á í Staðarskála og stundum sést ekki í planið fyrir framan skálann fyrir gámatrukkum, tankbílum og dráttarvögnum. Rútan frá Norðurleið stansar í Staðarskála eins og hún hefur alltaf gert og far- þegarnir teygja úr sér og fá sér bita í svanginn og kaffisopa. Hópar ferðamanna í náttúruskoðun stansa gjarnan á Stað, sérstaklega eftir að farið var að reka þar upplýsingamiðstöð á sumrin. Að sögn Eiríks Gíslasonar hefur sú þjónusta mælst vel fyrir og er vel sótt. Upplýsingar um ferðamögu- leika, veiði og afþreyingu eru veittar, fólki beint í gistingu og ullarvörur, framleiddar hjá Drffu á Hvammstanga, seldust prýðilega í fyrra. Húsráðendur í Staðarskála. F.v. Eiríkur Gíslason, Bára Guðmunds- dóttir, Kristínn Guðmundsson og Vilborg Magnúsdóttír. LLRA FERÐALANGA „Það er margt sem fólk vill fá að vita og við reynum að hjálpa því eins og við getum," segir Eiríkur. Auk greiðasölu, bensínsölu, sjálfsala og almennrar þjónustu er Staðarskáli með B-ferðaskrifstofuleyfi. 1994 var byggt 18 herbergja gistihús sem tekur rúmlega 70 matargesti í sæti og þar gista heilu hóparnir. í sal hússins eru haldin námskeið, fundir, ættarmót, mál- verkasýningar og dansað við hátíðleg tækifæri. Þar er fullkomin að- staða til funda- og ráðstefnuhalda. Staðarskáli er með vínveitinga- leyfi og þar er lítill bar. „Þátttaka okkar í Vest-Norden ferðakaupstefnum hefur hægt og sígandi verið að skila betri og betri nýtingu á gistihúsinu en það tek- ur tíma að byggja upp starfsemi eins og þessa, þó að við höfum for- skot eftir áratuga starf í ferðaþjónustu," segir Bára. NÁTTÚRA HÚNAÞINGS HEILLAR Staðarskáli hefur tekið virkan þátt í átaki sem staðið hefur í nokk- ur ár og miðar að því að fá ferðamenn til að staldra lengur við í Húna- þingi og njóta þeirrar fjölbreyttu náttúrufegurðar og þeirra sögustaða sem þar er að finna. Steinsnar frá Staðarskála er Síká og í farvegi hennar, langt frammi í heiðinni, eru Hveraborgir, baðstaður sjálfrar náttúrunnar. Þangað geta ferðamenn farið sumar og vetur og brugð- ið sér í náttúrulegan heitan pott. Á vetrum er þetta gjarnan tengt vélsleðaferðum á dorg á Arnarvatnsheiði sem er mikil matarkista. Nýtt og veglegt gistíhús við Staðarskála eykur enn á þjón- ustuna. Stutt er tíl athyglisverðrar náttúru bæði sumar og vetur. Hálsarnir umhverfis Hrútafjörð luma á veiðivötnum og geysilega fjöl- breyttu fuglalífi. Byggðasafnið á Reykjum er spölkorn utar við fjörð- inn og þá er ekki langt yfir í Miðfjörð, Vatnsnes og Víðidal. Þannig er Staðarskáli. Áningarstaður sem stendur á gömlum merg en er sívakandi í viðleitni sinni til að gera líf ferðamannsins þægi- legra og fjölbreyttara. 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.