Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 54

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 54
í Berlín hefur Lahmeyer aðallega einbeitt sér að verkefnastjórnun við bygg- ingu samgöngumannvirkja og hönnun á gatnakerfum. Gunnar er verkefna- stjóri yfir forhönnun og hefur haft yfirumsjón með verklegum framkvæmdum. í Berlín. í Berlín hefur Lahmeyer aðal- lega einbeitt sér að verkefnastjórnun (project management) við byggingu samgöngumannvirkja og hönnun á gatnakerfum. Gunnar hefur upp á síðkastið starfað sem verkefnastjóri yfir forhönnun og samhæfingu allra grunngerðarframkvæmda (Infra- structure) sem eiga sér stað utan bygginga þ.e. við lagna- og gatnafram- kvæmdir á þróunarsvæðum borgar- innar eða við nýbyggingar. Þar hefur hann yfirumsjón með verklegum framkvæmdum og hugar að áætlana- og kostnaðarstýringu, almennri skipu- lagningu og samhæfingu allra grunn- gerðarframkvæmda. Um þessar mundir annast Gunnar skipulagningu BYGGIR UPP í BERLÍN Gunnar Þór Gudmundsson, 35 ára, er verkfrædingur hjá einni stœrstu og virtustu verkfrœðistofu heims. Hann vinnur núna viö uþþbyggingu Berlínar í gamla Austur-Þýskalandi. DÞýskalandi eru um 4,5 milljónir manna skráðar atvinnulausar eða um 10% af mannafla lands- ins. Það mætti því ætla að næsta von- laust væri fyrir Islendinga að fá góða vinnu í Þýskalandi. Það gekk þó hjá Gunnari Þór Guðmundssyni, 35 ára byggingaverkfræðingi sem vinnur hjá einni stærstu og virtustu verkfræði- stofu heims, Lahmeyer International GmbH. Gunnar kláraði framhaldsnám í framkvæmdafræði frá Tækniháskól- anum í Karlsruhe, Þýskalandi árið 1989 og sótti þá um hjá Lahmeyer. Gunnar fékk ekki vinnu hjá fyrirtæk- inu á þeim tíma en ári síðar var haft samband við hann til Islands og hann boðaður í viðtal sem leiddi til þess að hann var ráðinn haustið 1990. En af hverju varð Lahmeyer fyrir valinu? „Ég var búin að heyra mikið um þessa verkfræðistofu hjá kunningja mínum í Karlsruhe þegar ég var í námi. Hann vann hjá Lahmeyer og í gegnum hann komst ég í fjallgönguhóp sem í voru nokkrir af starfsmönnum verkfræði- stofunnar en þessi hópur reynir að fara 5 sinnum á ári í fjallgöngur í Ölp- unum. Ég er t.d. núna að skipuleggja um 30 manna starfsmannaferð til Is- lands í sumar þar sem við ætlum að ganga Laugaveginn og Fimmvörðu- hálsinn.” Stjórnendur og starfsmenn Lahmeyer eru þegar farnir að þekkja ísland því samskonar ferð var farin hingað til lands sumarið 1993. Gunnar vann fýrst hjá höfuðstöðv- um Lahmeyer í Frankfurt við ýmis áhugaverð verkefni eins og áætlanagerð fýrir byggingu Volkswagen bílaverk- smiðju á Spáni, kostn- aðarstýringu við bygg- ingu filmuverksmiðju í Neu-Isenburg fyrir bandarísku fyrirtækjakeðjuna DuPont og fleira. En frá og með 1995 hefur hann unnið hjá útibúi Lahmeyer og forhönnun á lagnaframkvæmdum í nágrenni þýska utanríkisráðuneytið. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni sem þarf að vinna í samvinnu við allar veitustofnanir á svæðinu. Þessar fram- kvæmdir eru hluti af því þróunarverk- efni þýska ríkisins að flytja alla stjórn- sýsluna frá Bonn til Berlínar fýrir árið 2000.” Gunnar er einnig með verkefni í gangi við Lehrter Bahnhof í Berlín sem á að verða helsta brautar-og skiptistöð Berlínar frá og með árinu 2002. Lahmeyer annast forhönnun og verkefhastjórnun við brautarstöðina fyrir þýska lestar- fýrirtækið Deutsche Bahn og Berlínar- borg og hefur Gunn- ar hefur haft yfirum- sjón með forhönnun allra lagna við bygginguna. Og núna í vor er Gunnar að byija á nýju verkefni fyrir enska einkafyrirtækið COLT (City of London Telecommunication) TEXTI06 MYNDIR: Kristín Ólafsdóttir 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.