Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 57

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 57
bera á óánægju. Þeir, sem aðal- lega urðu útundan, voru innan- félagsmennirnir. Þeir gátu hugsan- lega sætt sig við það fyrir nokkrum árum að afburðarmönnum væru greidd laun. Þeir geta hins vegar illilega sætt sig við það að verið sé að borga leikmönnum sem eru slakari en þeir sjálfir. Þeir, sem verða útundan, fara að banka á dyrnar þó að þeir séu félags- menn í sér og viti að það eru ekki til neinir peningar. Þeir, sem eru að starfa kauplaust, eru gamlir félagsmenn. Þeir gátu hugsanlega sætt sig við fyrsta tímabilið og hugsan- lega eitthvað inn á annað tí'mabil. En þegar málin snúast um það að borga bara hverjum sem er, jafnvel leikmönnum sem staldra við í eitt ár og eru svo horfnir á braut, þá gengur þetta ekki lengur upp. Þá er þetta orðin hrein atvinnumennska og við erum allt of litlir til þess að starf- rækja handboltann á þeim grunni. Til þess að reka megi hér atvinnu- mennsku í handbolta, þarf að verða heil- mikil uppstokkun. Þá þýðir ekki að vera með 7-8 Reykjavíkurfélög og 2 félög á Akureyri. Það yrði að sameina nokkur félög og það myndi gerast. Skoðun mín byggist meira og minna á mannlegum þáttum. I íþróttahreyfing- unni eru fullt af mönnum sjálfboðaliðar og það myndast togstreita ef sumir fá borgað fyrir sína vinnu en aðrir ekki. Það eru einnig fleiri atriði sem koma inn í dæmið. Mér finnst til dæmis sárt að þessir menn, sem fá greitt, skuli ekki vera tilbúnir til þess að leggja meira á sig en aðrir. Því skyldi maður, sem er farinn að fá 100 þúsund krónur í laun á mánuði, ekki leggja á sig að æfa meira en aðrir í liðinu? Þegar formenn félaga eða gjaldkerar í stjórn þeirra, vinna allan daginn, hlaupa í þetta á kvöldin og í öllum sínum frítí'ma, þá eru þeir að fást við þjálfarana sem eru meira og minna hættir að gera eitthvað annað, eða leikmennina sem Handboltinn er vinsæll - og það voru góðir dagar í Japan! En er handbolta- hreyfingin að tærast upp innan frá? Blasir hrun við? Það eru blikur á lofti. eru farnir að vinna hálfan daginn. Hinir síðarnefndu sækja alltaf á, en hinir fyrr- nefndu eru í veikri aðstöðu. Með þessu er ég ekki að tala um að þetta snúist um raunveruleg völd, heldur um það hver stýri því sem gerist innan félagsins.” LAUN 0G BITLINGAR „Launin hjá þeim bestu í handboltan- um eru orðin þannig að menn geta jafn- vel lifað af þeim. Auðvitað eru það yfir- leitt ekki hreinar launagreiðslur, menn eru að fá alls kyns bitlinga, bíla, trygg- ingar, ódýrar íbúðir og svo framvegis. Eg held að það sé nokkuð ljóst að það sé hægt að skipta þessu niður í 3 stig. I fyrsta lagi leikmenn, sem eru að fá á bilinu 30-50 þúsund krónur á mán- uði og annað stigið eru leikmenn sem fá frá 50-100 þúsund krónur. Síðan er það fámennur hópur leikmanna sem fær 100-150 þúsund sem er það hæsta sem ég held að menn séu að fá í handboltan- um í dag. Að vísu eru til dýrari dæmi. Heildarkostnaður við rekstur erlends leikmanns er farinn að slá á þriðja hundraðið. Úrslitakeppnin í handboltanum er ákveðinn bónus, en samt ekki svo mikill að öll félögin geti miðað við að hún borgi þennan kostnað til baka. Það, sem þarf til þess að þetta geti orðið meiri at- vinnumennska, eru meiri peningar í gegnum fjölmiðlana, sérstaklega sjón- varp. Þar á ég við sýningarsamninga og auglýsingar í kringum útsendingar. Eg tel að það sé hægt að gera meira í þeim málum en gert er því handboltinn er geysilega vinsæll hérna á Islandi, mun vinsælli en víða erlendis. Sjónvarpið verður að líta íþróttina allt öðrum augum en hún gerir í dag, frá meira markaðssjónarmiði. Þetta er eitt- hvað að lagast en það eru algjörir smá- peningar sem fyrir þetta fást í dag. Þeir eru á bilinu 3-500 þúsund krónur á ári til hvers liðs. Þeir peningar myndu nægja til þess að borga einum varamanni laun. Úrslitakeppni getur orðið tekjulind ef menn eru heppnir eins og Valsmenn voru til dæmis í fyrra að spila í Laugar- dalshöllinni fyrir fullu húsi. En ef menn vilja skoða þetta gaumgæfilega út frá að- sóknartölum þá geta menn tekið fjár- STALDRA VIÐ í EITT ÁR! „Þegar málin snúast um að borga bara hverjum sem er, jafnvel leikmönnum sem staldra við í eitt ár og eru svo horfnir á braut, þá gengur þetta ekki lengur upp. Þá er þetta orðin hrein atvinnumennska og við erum of litlir til að starfrækja handboltann á þeim grunni. ” 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.