Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 72

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 72
og síðan fengu þær tíma til það full- harðna áður en þeim var komið fyrir á sínum stað. Mun lengri tíma hefði tekið að steypa gólfin á hefðbundinn hátt og bíða þess svo að þau þornuðu tíl fulls svo hægt væri að leggja á þau gólfefni. Þótt hraðinn væri mikill kom ekki til þess, sem sumir höfðu óttast, að ef til vill væru plöturnar ekki orðnar nægi- lega þurrar og gólfefni kynnu að losna af. Ekki hefur heldur orðið vart við sprungur í veggjum umfram það sem eðlilegt má teljast þrátt fyrir byggingar- hraðann. „Húsgögn voru flutt úr Kirkjusands- húsinu í Sigtún og nýttust þau þar full- komlega. Innréttingar eru úr mahóní, en á gólfum eru þrenns konar gólfefni, jatoba, gegnheilt parket, Artoleum línóleumgólfdúkur og sérstakar ítalskar flísar sem líkjast marmara en eru þó verksmiðjuunnar,” segir Kristinn. Skemmtilegt er að sjá hvernig ólík gólf- efni eru látín mætast ekki með beinum afmörkuðum línum heldur í mjúkum bogalínum og gildir það jafnt um parket- ið, dúkinn og flísarnar. Annað form er einnig áberandi í byggingunni, eins konar óreglulegur ferhyrningur sem birtist í halla þaksins, formi útveggja, sem ganga út úr báðum álmum bygg- ingarinnar, og í stöplum, sem halda uppi svölum á bakhliðinni, sem og í steypuflekanum undir merki fyrirtækis- ins á lóðinni. Þetta er sami halli og er á útveggjum Ásmundarsafns, næsta ná- granna Islenskra sjávarafurða. Formið birtist okkur loks einnig í jafn einföldum hlut og afgreiðsluborðinu í mötuneyt- inu. MIÐRÝMIÐ SKEMMTILEGA NÝTT Við spyrjum Kristin hvort eitthvað sé af nýjungum eða því sem óvenjulegt megi teljast í fyrirkomulagi hússins. „Mér finnst húsið í raun allt vera dálítið sérstakt,” svarar hann. „Hið stóra mið- rými í tengibyggingunni brýtur upp skrifstofurnar. Þar kemst starfsfólkið í annað umhverfi. Á neðri hæðinni er litla matstofan og þegar menn fara þar í mat er eins þeir séu að ganga út úr húsinu. Þarna skin sólin inn á góðviðrisdögum því útveggur matstofunnar og þak eru úr gleri. Ennfremur er matstofan alveg opin fram fyrir þá, sem koma i húsið, er eins og horft sé inn í huggulegt veitinga- hús. Þeir, sem sitja í matstoíunni, geta Starfsfólk hefur komið sér vel fyrir í sófum og stólum á efri hæð miðrýmis hússins. Fyrir aftan fólkið er hægt að standa við handriðið og horfa niður í matstofuna. Á hæðinni fyrir ofan matsalinn er að- staða fyrir starfsfólk til þess að setjast niður í notalegu umhverfi og ræða mál- in. Ut frá miðrýminu eða tengibygging- unni koma svo skrifstofur bæði á efri og neðri hæð. Þar eð íslenskar sjávarafurð- ir þurftu ekki á öllu hinu nýja húsnæði að halda fyrst um sinn var hluti neðri hæðar annarrar álmunnar leigður Sam- vinnusjóði íslands. FORSTEYPA GOLFANNA FLYTTI FYRIR VERKINU Hús IS er steinsteypt. Einangrað er utan á veggina og síðan eru þeir klædd- ir með ljósri álklæðningu. Eitt af því, sem hafði hvað mest áhrif á byggingar- hraðann, að sögn Kristins Lund, er að gólfin voru forsteypt í forspenntum ein- ingum. Strax í upphafi framkvæmda var hafist handa við vinnslu gólfeininganna BYGGINGARSAGAN 1995 í ársbyrjun er húseign Islenskra sjávarafurða á Kirkjusandi seld. I febrúarlok: Menn fá augastað á lóðinni við Sigtún. 28. febrúar: Gengið ájund Arkitekta sf. og frumdrög að nýju húsi rissuð upþ. 3. mars: Gengið á Jund borgarstjóra ogsótt um lóð. 7. mars: Teikning afnýju húsi lögð fyrir stjórn IS, sem samþykkti að byggja. 4. apríl: Tilboð opnuð. 12. apríl: Gengið frá samningum við Ármannsfell hf. 12. apríl: Fyrsta skóflustungan tekin. 15. apríl: Vinna hefst við byggingu hússins. 28. september: Flutningar starfseminnar í nýja húsið hefjast. 30. september: Flutningum lokið. 1. október: Starfsemin hefst í Sigtúni 42. 30. nóvember: Lokið við frágang lóðar. 8. desember: Húsið formlega oþnað við hátíðlega athöfn. 1996 18. ágúst: Fegrunarviðurkenning Umhverfismálaráðs vegna lóðarinnar. 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.