Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 84

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 84
.....'""'""""flT""i"' UMHVERFI FYRIRTÆKJA GRÓDUR SETUR SVIP Á UMHVERFIFYRIRTÆKJANNA arðyrkjuáhugi vex stöðugt meðal almennings og íbúðar- húsin eru varla risin þegar komnir eru fallegir garð- ar umhverfis þau. Nú virðist sem segja megi hið sama um mörg fyrir- TEXTIOG MYNDIR: Fríða Björnsdóttir tæki. Mikil áhersla er lögð á snyrtilegt útlit, húsin eru vel máluð eða klædd og á sumrin baða þau sig í trjám, runnum og blóm- skrúði fallegra garða. Það er af sem áður var þegar iðnaðarhverfi borgarinnar voru eins og ruslahaugar yfir að líta. Á ágúst- kvöldi í fyrrasumar brugðum við okkur í garðaskoðunarferð og litum inn á lóð- ir nokkurra fyrirtækja - hér sjáið þið af- rakstur ferðarinnar. Alls staðar er snyrtimennskan í fyrirrúmi og gróður- inn vel á veg kominn og farinn að setja svip á umhverfið. 55 Frá Smith og Norland í Nóatúni. Pétur Jónsson hannaði lóðina. stjóri og aðaleigandi fyrirtækisins, hafði ákveðið fyrir löngu að þegar og ef hann byggði hús yfir fyrirtækið myndi hann fá Magnús til þess að gera eitthvað þessu líkt til þess að skreyta umhverfið.” Magnús og Sverrir fóru síðan saman að leita steina í þessi tvö listaverk og sömu- leiðis fyrir aðra staði á lóðinni. Tók sú leit mikinn tíma, enda var vandað vel til vals á steinunum. Pétur Jónsson landslagsarkitekt hannaði lóðina en Einar Þorgeirsson, garðyrkjumaður í Birkihlíð, sá um framkvæmdir. Hann kemur ávallt þeg- ar einhverjar framkvæmdir eru á döf- inni, svo sem ef skipta þarf um plönt- ur eða klippa tré, og hefur einnig að öðru leyti umsjón með hirðingu lóðar- innar. SMITH & NORLAND mith & Norland er við Nóatún og þar verður Jón Norland framkvæmdastjóri fyrir svör um Við spyijum hann fyrst um lista- verkið fyrir framan húsið, sem minnir okkur helst á hreindýr. „Það má alls ekki blanda þessu verki saman við eitthvert dýr,” segir Jón, „þótt mörg- um finnist það minna sig á eitthvað slíkt. Þetta er steinn með vængi úti í miðri tjörn og er verk eftir myndlistar- manninn Magnús Tómasson, þann sama og gerði Þotueggið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við hér í fyrirtæk- inu segjum að einhvern tímann íljúgi ef til vill steinninn því að segja má að ekkert sé tækninni ómögulegt nú til dags. Svo getur verkið líka verið tákn um bjartsýnina. Inni i versluninni erum við með annað verk eftir Magn- ús - fugl á steini. Sverrir Norland, for- VIFILFELL □ ið leggjum mikið upp úr því að hafa snyrtilegt í kringum okk- ur,” segir Þorsteinn M. Jóns- son, framkvæmdastjóri hjá Vífilfelli - Coca Cola á Islandi - við Stuðlaháls. Umhverfis verksmiðjubygginguna er há vírnetsgirðing en innan hennar eru litlar grasflatir, tré og runnar. „Við ráð- um einn eða tvo unglinga hingað á 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.