Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 85

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 85
vorin til þess að hugsa um lóðina yfir sumarið,” segir Þorsteinn, „enda vilj- um við hafa lóðina eins fallega og snyrtilega og hægt er.” Kanadískur arkitekt, Brian Cranfi- eld, teiknaði skrifstofubygginguna og hannaði einnig lóðina umhverfis hana. Fyrir framan bygginguna er hringtorg og í sumar er ætlunin að koma þar fyrir höggmynd eftir Ragn- hildi Stefánsdóttur (Röggu). Myndin, sem er úr íslensku náttúrugrjóti og táknar upphafið og eilífðina, verður af- hjúpuð í júní. „Við byrjum að hreinsa og hirða rusl snemma á vorin, strax og snjóa leysir, og höldum lóðinni snyrtilegri yfir sumarið.” in tólf ár eru nú liðin frá því hafist var handa við frágang lóðarinnar umhverfis Mjólk- ursamsöluna við Bitruháls að sögn Magnúsar Guðjónssonar, forstöðu- manns tæknideildar fyrirtækisins. Það voru landslagsarkitektarnir Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson sem hönnuðu lóðina en fyrirtældð Garðaprýði hefur séð um mestan hluta framkvæmdanna. Fal- legar hleðslur úr grjóti eru að hluta til umhverfis bílastæðin og setja þær mikinn svip á umhverfið. „Starfs- menn Mjólkursamsölunnar sjá ekki sjálfir um daglegt viðhald á lóðinni heldur hafa verið fengnir til þess ýmsir verktakar. Þeir sjá auk þess um að klippa tré og snyrta og bæta í lóðina gróðri eftir því sem þörf hefur verið á. Við höfum aldrei verið hérna með sumarblóm heldur eingöngu sí- græna og blómstrandi runna auk trjánna. Sumum hefur fundist vanta hér eitthvað af blómum í bölum en við höfum verið sammála um að fyr- irtækjalóð eigi frekar að vera ein- föld, stílhrein og þægileg í viðhaldi en með mikið af sumarblómum. Tólf ár eru liðin fi'á því greni var fyrst plantað í brekkuna við Höfðabakk- ann og það, sem og annar gróður, er vel á veg komið og farið að setja fal- legan svip á umhverfið,” segir Magnús Guðjónsson. Hönnuður lóðar Osta og smjörsölunnar er Jón H. Björnsson Kanadíski arkitektínn Brian Cranfield skipulagði lóðina hjá Vífilfelli í tengsl- um við hönnun hússins sjálfs. Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson hönnuðu lóð Mjólkursamsölunnar. 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.